Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 19
15
vjer svo raargar gróðurlitlar og gróðurlausar hlíðar, sem
áður liafa verið vaxnar skógi og grasi. Þó er það eigi
alstaðar, að brattar iilíðar hlaupi í skriður, og verði
gróðurlitlar eða gróðurlausar, þótt skógurinn eyðilegg-
ist; það fer eptir því, hverjar steintegundir eru í fjalls-
hlíðunum. Ef steintegundirnar eru mjúkar og uppleysan-
legar og auðugar að næringarefnum fyrir plönturnar,
þá eyðileggst gróðurinn eigi, þótt skógurinn hveríi. Að
vísu hlaupa opt skriður í slíkum hlíðum, en plöntugróð-
inn kemur þar svo fljótt til aptur, að skriðuhlaupin liafa
eigi við að eyðileggja hann. Þannig er því t. d. varið und-
ir Eyjafjöllunum, í Mýrdalnum, Skaptártungunni og Síð-
unni. Þar eru víða brattar hlíðar og opt falla þar
skriður, en þó eru hlíðarnar nálega alstaðar grasi vaxn-
ar, nema þar sem alveg nýjar skriður eru; því innan
iítils tíma eru skriðurnar orðnar grasi vaxnar aptur.
Steintegundirnar eru þar svo auðleysanlegar og jarðveg-
urinn svo frjóvsamur. Þó er það aðalreglan, að plöntu-
gróðinn liefur eigi næði tií að þrífast í bröttum liliðum,
nema þar sje skógur til að binda jarðveginn. Þess vegna
eru flestar brattar hlíðar ýmist hrjóstrugar, gróðurlitl-
ar eða gróðurlausar.
Það er einnig víðar en í bröttum hlíðum, að gras
og annar plöntugróði hefur horfið, þar sem skógarnir
liafa eyðilagzt. Þar sem svo hagar til, að eigi er nema
þunnt mosalag eða moldarlag ofan á sandi eða möl, þar
liefur þessi jarðvegur venjulega blásið upp, þegar skóg-
nrinn hefur eyðilagzt, og svo liafa þar orðið eptir nakt-
ir sandar og aurar. Jeg þekki allmarga staði, þar sem
áður hefur verið skógur, en nú er gróðurlítið eða gróð-
urlaust með öllu, af því jarðveginum liefur verið þann-
ig liáttað. Jeg vil nefna t. d. Rafnarsltog. Fyrir og
um miðja þessa öld þótti hann álitlegur og blómlegur