Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 62
58
fje geti að eins verið því að kenna, að það er liundbeitt
svo mjög. Óhagvant fje er venjulega óspakt og munu
þá kundar vera opt látnir elta það mikið, en það er
einnig almennt talið, að því sje hættara við ýmsum
kvillum en hagvönu fje.
Á hinn bóginn ætla jeg að það spari í raun og
veru eigi svo mikla fyrirhöfn, sem margur kann að
ætla, að beita hundum eins mikið við fje, eins og marg-
ir gjöra; fjeð verður við það miklu styggara og rás-
samara; því spakara sem fjeð er, því Ijettari er smala-
mennska á því, en það er síður en svo vegur til að
gjöra fje spakt, að láta hunda elta það mikið,
Mín míning er, að menn ættu að varast að liund-
beita sauðfje, því það gjörir fjeð óspakara; það háir því
beinlínis og gjörir það óhraustara, þar eð það verður
þá ákaflega mótt, mætir ofsnöggum uinbreytingum hita
og kulda og verður fyrir skaðlegum geðshræringum.
Það er út af fyrir sig ánægja að vita, að skepn-
um þeim, er maður liefur umráð yfir, liði vel, og þess
utan má gjöra ráð fyrir, að því betur sem þeim líður,
því hraustari og þroskameiri verði þær og gjöri því
meira gagn.