Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 27
vill gætu orðið að stórum hríslum, ef þær fengju að
standa. Það hefur lika þótt sjálfsagt að höggva allt
jafnt, smátt og stórt; liitium, sem skilið hafa eptir smáu
hrislurnar en tekið að eins þær stóru, hefur verið brugð-
ið um að þeir gengju sóðalega að verki sínu, og skemmdu
skóginn með því að taka að eins stóru hríslurnar. Það
hefur því verið aðalreglan að höggva svona nokkurn
vegiun auð rjóður. En með þessari aðferð hafa skóg-
arnir verið afarmikið skemmdir og eyðilagðir. Ef að eins
stærstu hríslurnar hefðu verið höggnar upp, þá hefði
það eigi gjört svo mikinn skaða, því hinar smáu og
ungu hríslur hefðu þá getað vaxið upp og fyllt skarðið;
en eigi er á annau liátt unnt að skemma og eyðileggja
skógana meir, en með því að höggva hið vaxandi ung-
viði. Að höggva auð rjóður er í annan stað mjög skað-
legt, því þegar nokkuð stór blettur er gjörður alveg
skóglaus, þá eiga fræin svo erfitt með að berast þang-
að, og því erfiðara er það fyrir rótarskot frá öðrum
hríslum að dreifa sjer þangað. En það er þó víst, að
það er einkum með rótarskotum, sem birkið tímgast eða
æxlast lijer á landi. Það ætti því að varast að höggva
hið smávaxna ungviði og aldrei að höggva auð rjóður.
Þegar hríslur eru höggnar, er venjulega höggvið á ská
niður tveim megin í stofninn; á þennan hátt verður laut
niður í stúfinn, sem eptir stendur; þar sezt svo vatn í,
svo rótin fúnar og missir allan lífskrapt, og verður því
eigi fær til að skjóta rótarskotum. Allt þetta, sem hjer
hefur verið nefnt, varðar mjög miklu fyrir viðhald skóg-
anna; en almenningur hefur vitarilega ekki næga þekk-
ingu á þessu, og því er það liklega eigi minna af van-
kunnáttu en hirðuleysi, að skógarnir hafa verið eyðilagð-
ir á þennan hátt. Eigi er þetta þó allt af vankunnáttu;
mörgum er beinlínis illa við skógana. Jeg hefi jafnvel