Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 82
78
skiptin á milli bænda þessara bæði minni og báðum ó-
hagfeldari, og biði innlend verzlun því tjón af þessu.
Þetta áleit fundurinn að helzt kynni að lagast, ef
á yrði komið ákveðnum kaupstefnum á vissum stöðum
og ákvað því, að rita sýslunefndinni hjer um málið,
og óska, að hún gjöri ráðstöfun til, að á öðru hausti
hjer frá verði kaupstefna liöfð á ákveðnum tíma í Hofs-
ós og á Sauðárkróki, þar sem seld verði sveitar og sjáv-
arvara.
5. Um bændafund.
Það var tekið til umræðu, hvort ekki væri æski-
legt, að fundir í líka stefnu og þessi væru haldnir ár-
lega í sýslunni. Með því að það var oindregið álit, fund-
arins, að af slíkum fundum mætti mikið gagn hafa, þá
var ákveðið, að skora á sýslunefndina hjer, að gjöra á
næsta aðalfundi sínum ráðstöfun til, að almennur bænda-
fundur verði haldinn í sýslunni sumarið 1892, og að
sýslusjóður borgi fundarhúsleigu og fæðispeninga fyrir
menn þá, er kjörnir verða til að mæta á fundinum.
6. Voru þessar spurningar lagðar fyrir fundinn.
1. Af Jósef J. Björnssyni:
a. Er hægt að græða á íslenzkum búskap til sveita,
og hve mikið er hægt að græða á lionum?
b. Hvers virði er kindarslátrið í búið á móts við
annan mat? — Og hvers virði er sömuleiðis ný-
mjólkurpotturinn?
2. Af Þorvaldi Arasen:
Hvort er betra að láta síðborinn kálf lifa til næsta
liausts, eða farga honum strax?
Spurningar þessar voru nokkuð ræddar; ljet Jósef
J. Björnsson það álit sitt í ljósi, viðvíkjandi spurning-