Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 70
ur, og til hagar á þeim og þeim stað, og við verður
komið, annaðhvort að gefa skepnunum endrum og sinn-
um, þó sinujörðin sje nóg, gott og vökvaríkt og helzt
saltmengað fóður inni, eða þá gefa því strax inn fár-
varnarmeðul þau, sem þegar hafa ráðlögð verið, fitur
(hjsið), syrur, salt (sjá bæklingana og ritgjörðirnar), og
mætti ætla, að þetta sýndist hverjum búhyggnum, upp-
lýstum bónda, auðsæ og brýn þörf. í jurtunum eru ýms
sölt og fitur, sem skepnunum eru bráðnauðsynlegar til
heilsu sinnar og þrifa; þegar haustrigningarnar og frost-
vindarnir ganga á víxl, þá rýrna þessi sölt ákaflega mikið
ásamt öðrum efnum, og verða þá jurtirnar seigmeltar,
harðar og strembnar sem fæða. Feiti og næringarefnin
yfir höfuð eru á liaustin mest í fræjum jurtanna, en þá eru
þær einmitt búnar að fella þau, sumpart í jörðina, eða
þau eru hálfþroskuð og uppvisnuð á sinustönglunum
sjálfum; hjer er því fyrir skepnurnar orðin tilfinnanleg
næringarrýrð, sem mennirnir þurfa að bæta úr, ef vel skal
fara, og fá menn þá skilið, hversu lioll og nauðsynleg góð
tugga sje endrum og sinnum fyrir skepnurnar, helst af
vel verkuðu snemmslegnu heyi, með sínu eðlilega seltu-
og fitumegni, en með því einkum saltið er svo blóðhreins-
andi og lífgandi, en bióð skepnanna við langvinna, þurra
og rýra fæðu spyllist og þykknar, þá er enn betra að
þetta heystrá, sem nú er gefið, sje saltad helst að sumr-
inu til, og ættu menn að hafa það fyrir fasta reglu með
dálítinn hluta af heyi sínu, og skyldi svo ávallt ganga
frá því þannig, að maður næði til þess þegar á haust-
in, því þá ríður mest á þessu, meðan breytingin stend-
ur yfir, sem keinur fram við fjeð, bæði að því er veðr-
áttuna og fæðuna snertir.
Umbreytingar allar, einkum sjeu þærsnöggar og miklar,
eru öllu sauðfje miklu óhollari, en menn almennt gjöra