Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 18
14
uð aí klaka (ísing), og svo liafi allt í einu gjört aftaka
storm, og þá liafi trjen brotnað, þau hafi eigi þolað að
svigna, er þau voru svo þung og klökug. Hann segir,
að enn, (o: þegar hann skrifar ferðakók sína), megi sjá
stoðir og bjálka (tykke Stötter og Biælker) úr þessum
skógi í húsum á Möðruvöllum1.
Eggert segir enn fremur, að þeir Bjarni hafi sjeð
40 feta háa birkihríslu hjá Eyvindarmúla í Fljótshlíð
árið 1756; lirísla þessi segir liann að hafi vaxið einstök,
og verið 67 ára gömul2. Þannig er ýmislegt, sem bend-
ir til þess, að skógarnir sjeu orðnir talsvert smávaxnari
en þeir voru til forna.
Eins og jeg hefi áður minnzt á, er margt, sem sýn-
ir það og sannar, að landið liefur verið mjög svo skógi
vaxið í fornöld. Skógarnir hafa ávallt verið að eyði-
leggjast smátt og smátt, — og nú eru þeir nálega horfnir.
Hverjar liafa svo verið afieiðinrjarnar af því, að slwg-
arnir hafa eyðilagzt?
Þessari spurningu verður án efa að svara þannig,
að afleiðingarnar af eyðileggingu skóganna sjeu þær, að
landið hafi nokkuð „biásið upp“. Víða er nú gróður-
lítið eða gróðurlaust með öllu þar sem áður var skógi
vaxið land. Það er svo víða, þar sem skógurinn hefur
eyðilagst, að þar hefur einnig annar plöntugróði liorfið.
Sjerstaklega hefur þetta átt sjer stað í bröttum hlíðum.
Þegar skógurinn hefur eigi verið þar lengur til að binda
jarðveginn, þá hefur annar plöntugróði einnig eyðilagzt
að mestu eða öllu leyti af skriðum, og skriðurnar liafa
orðið svo tíðar og iðulegar, að enginn verulegur gróður
hefur haft næði til að þrífast þar framar. Því sjáum
1) Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Beise igennem Island,
II, 734.
2) Sama bók, II, 1022.