Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 35
31
þessir klettar eru svo einkennilega fagrir, að jeg lieíi
aldrei sjeð slíka kletta. Hinir ótalmörgu einkeunilegu
drangar og nýpur hrífa svo huga áhorfandans, að hon-
um getur dottið í hug, að þúsund tröll hafi dagað þar
uppi. Á einum stað er þar mikill og fríður foss í Núps-
vötnunum, og annar foss nokkra faðma frá, þar sem á
sú, er Hvítá lieitir, steypist fram af háum kletti niður
í Núpsvötnin. En ef skógurinn væri þar eigi, — þessi
skógur, sem er eflaust einn hinn fegursti lijer á landi,
þá væri náttúrufegurðin að vísu mikilfengleg og stór-
kostleg, en þá sæist samt eigi neitt, er bæri vott um
líf; — náttúran væri þá svo fullkomlega aldauða, að
eigi væri unnt að sætta sig við þá sjón til lengdar. Og
þó eigi stæði eins á og þar, mundi oss samt, hvar sem
vjer værum staddir í grænum og blómlegum skógi, þykja
það mikill sjónarsviptir, ef hann væri allt í einu horfinn.
Það er vonanda, að eigi líði á löngu áður en menn
fara að sjá og skilja bæði hið gagnlega og fagra við
skógana, og reyni svo að vernda þá og lilynna að þeim
eptir því sem unnt er. Og það er víst, að eptir þvi
sem dugurinn vex og menntunin blómgast í landinu,
eptir því vaxa og blómgast skógarnir. Það er eigi ör-
vænt, að spádómur skáldsins rætist einhverntíma.
„Fagur er clalur, og fylliat skógi,
og frjálair menn þegar aldir renna“.