Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 7
3
anna, og umtalsefni rithöíundanna. Þannig segir t. d.
sjera Einar Sigurðsson í Heydöldum -j- 1626 í kvæðinu
„Vísur um gæði íslands11:1
Hvar er það land í heimi nú,
svo hart sje inni að byggja;
fyrir kulda’ og frosti’ ei kunua lijú
klæðfá inni’ að Iiggja;
hafís sjaldan hætir bú,
bændur vill hann styggja.
Löngum vex hjer lítið gras,
mjer leiðast tekur svoddan þras,
hug minn má það liryggja.
Jökull, sandur, aur og grjót
er hjer mest á laudi,
bláBÍn öll í burtu rót
])ðtt byggðiu víða standi,
kann jivi engin mæla mót
])ví margar nauðir grandi,
Þessu líkar raddir heyrðust úr öllum áttum alla 17.
öldina og allan fyrri helming 18. aldarinnar. Á þeim
tímum var það trú manna, að þessi apturför og upp-
blástur landsins væri refsidómur guðs fyrir syndir þjóð-
arinnar. Þeir voru margir, sem gátu eigi betur sjeð
en að þjóðin hefði svo fyllt mæli syndanna, að landið
hlyti að eyðileggjast innan skamms, og sumir bjuggust
jafnvel við heimsendi þá og þegar, því að spilling og
guðleysi mannkynsins gengi svo fjöllunum hærra. Þann-
1) í safni Jóns Sigurðssonar Nr. 136 8.vo — Sjera Einar var
faðir Odds byskups og sjera Ólafs á Kirkjubæ föður sjera Stefáns
í Vallanesi. Hann var eitt af allra beztu skáldum hjer á landi á
sinni tíð og yfir höfuð að tala einn af merkustu mönnum landsins.
1*