Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 63
Um bráðafárið
og' ráð og varnir við því.
Eptir Stefán Sigfússon.
Það er ekki liægt að segja, að oss vanti rit-
gerðir um bráðafárið á sauðfje voru, þar sem bæði
má finna nákvæmar lýsingar af sýki þeirri, og mörg ráð
upp talin gegn henni, bæði eptir lærða og leika, og
bendum vjer í því tilliti til blaðanna, svo og Heilbrigðis-
tíðinda Hjaltalíns sáluga, þar sem bæði hann og liinn
lærði dýralæknir vor Snorri sál. Jónsson rituðu í báð-
um fyrstu árgöngum þeirra allýtarlega uin bráðafárið á
sauðfjenu, og svo enn fremur það, sem Jón sál. Sig-
urðsson tók saman eptir skýrslum víðs vegar af land-
inu, um bráðasóttina á íslandi, — Kaupm.höfn 1873,
sem eins og hans var von og vísa, er ágætlega vel sam-
ið, eptir því sem þá lá fyrir. Sama er og að segja
um aðalritgjörð Snorra sál., er kom út sama ár í síð-
asta bindi Nýrra-Fjelagsrita, sem bæði er Ijóst samin og
skipulega niðurröðuð, þar sem liann Iýsir stutt og gagn-
ort einkennum, útbreiðslu, orsökum og ráðum við sýk-
inni.
Það, sem því nú fyrirliggur, er um bráðafárið er
að ræða og rita af nýju, er ekki það að lýsa einkennum
þess og útbreiðslu, því þetta er hvorttveggj a bæði nægi-
lega og sorglega kunnugt, heldur hitt, að reyna fyrir al-