Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 48
44
engri átt, því ætíð falli meira og minna til af svo-
nefndum hundamat, sem ekki yrði að gagni nema handa
iiundum. En þetta er misskilningur, því að á ðllum
þrifnaðarheimilum fellur lítið til af hundamat, vegna
þess, að flest er hægt að hafa til manneldis, og það litla,
sem ekki verður notað á þann hátt, má gefa búpeningi
og hafa fullt gagn af með því lagi. Þess má lílca geta,
að einstöku menn hirða suman mat lakar vegna þess,
að þarf að fæða hundana, og álíta, þó eitthvað skemm-
ist eða mæti vanhirðu, þá megi hafa það handa þeim.
En þetta er rangt álitið. Hundurinn þarf eins og aðr-
ar skepnur að liafa gott fæði, og ef allur matur handa
þeim væri vel hirtur og soðinn, og þeim skamtað reglu-
lega, þá yrðu margfallt minni bandormar í hundum en
nú á sjer stað.
Að sönnu eru hundar svo illa haldnir á sumum
stöðum, að fæði þeirra kostar minna en gjört var ráð
fyrir; þeir eru t. d. hálfhungraðir allt árið, oglifamest
á mjölmat. En það verður að ganga út frá því, að
hundurinn sje vel haldinn. Enginn ætti að láta gagn-
lausan liund lifa til að svelta ár eptir ár, og gagnshund
ætti enginn að svelta.
Eins og allir vita, er hundurinn kjötæta, en ekki
grasbítur; hann verður því að hafa mikinn hluta fæðu
sinnar úr dýraríkinu. En ef hundar eru látnir lifa
mestmegnis á mjölmat, eins og víða á sjer stað, verða
þeir kraptalitlir, fjördaufir, óþolnir og vanheilir. Hund-
ar sjást t. d. opt með niðurgangi, og er það framar
fýrir óhaganlegt viðurværi, en að þeir sjeu svo innýfla-
veikir að upplagi. Með vondu viðurværi geta hundar
því með tíð og tima úrætzt til mikils skaða.
Það er ekki auðið að segja, hve margt er af ó-
þörfum huudum í landinu. En að þeir sjeu margir sjest