Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 103
99
að drepa kálfinn, en af því að hann var kyngóður, vildi
jeg þó láta hann lifa í hálfan mánuð, til þess að sjá,
hvernig honum færi að stofni. Þegar hálfur mánuður
var liðinn, hafði kálfinum farið vel fram, og leizt mjer
svo vel á liann, að jeg rjeð af að láta hann lifa. En
sökum þess, að jeg var ekki fyr ráðinn í að láta kálf-
inn lifa, vigtaði jeg hann ekki fyrr en hálfsmánaðar-
gamlan, og var hann þá 58 pd., eins og skýrslan sýnir.
Þessu til samanburðar skal þess getið, að í fyrravetur
var einn kálfur lijer, sem vigtaði nýborinn 68 pd. en
hálfsmánaðar 101 pd., og annar í vetur er leið, sem
vigtaði nýborinn 66 pd. en hálfsmánaðargamall 85 pd.
Móðir Herrauðs er lítil kýr, en holdlagin, og mjög
vel vaxin, og er nythæzta kýrin í fjósinu lijer. í vetur
er leið komst hún í 20 marka málsnyt. Faðir Herrauðs
var talinn vænn. Hann var drepinu fullra tveggja ára
og lagði sig 393 pd. kjöt og 40 pd. mör.
Herrauður var drepinn 1. des. 1890, og varð liann
því tveggja ára og tveggja daga gamall. Hann var
sauðmeinlaus og rólegur í lund; rauður að lit; loðinn
og hrokkinhærður aptur á bóga, en snöggur og gljáandi
í hárum fyrir aptan þá; og er óhætt að segja, að liann
var óvanalega fagur á velli.
Jeg játa, að það er rangt, að drepa aðrar eins skepn-
ur á unga aldri; en engir óskuðu eptir nautinu, og jeg
hafði enga þörf fyrir það.
Til þess að benda á, hve áríðandi sje, að fara vel
með kálfana, leyfi jeg mjer að geta þess, að vorið 1888,
þegar jeg kom hingað, var hjer vetrungur, sem var ekki
vel alinn. Á annan vetur gaf jeg nautinu 3514 pd. af
töðu; en þann tíma, sem jeg ól það fram á þriðja vet-
urinn, gaf jeg því 1527 pd. af töðu. Eptir kálfsvetur-
7*