Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 96
92
hve liáar bunur þurfa þá að vera í skurðinum ef þær
eru með 30 faðma millibili?
3. Það er mælt fyrir ílóðgarði. Við nr. 1 er hæð-
in á mælistönginni 18 þuml., við nr. 2. 24 þuml, en við
nr. 3. 32 þuml., og þar á hæðin á garðinum að vera 20
þuml. Hvað á þá botnbreidd garðsins að vera við nr. 2
og liæðin við nr. 1?
4. Til þess að ná uppistöðu á landshluta nokkrum,
þarf stýfiu, sein kostar 30 kr.; tvo flóðgarða, annan 50
faðma langan og 5 fet á breidd í botninn; hinn 70 faðma
langan og 18 þuml. á hæð. Enn fremur 40 faðma lang-
an skurð, sem er að meðaltali 2 fet á breidd í botninn
og lJ/2 fet á dýpt. í skurðinum eru lögð 350 ten.fet í
dagsverk, en görðunum 250, og dagsverkið metið 2 kr.
Uppistaðan nær yfir 2 dagsl. Hve mikið þarf dagsláttan
að gefa af sjer af lieyi til þess, að 15% fáist í ágóða
af kostnaðinum, ef heytakið er metið 50 aurar fyrir
hvern liest.
5. Bóndi nokkur vill koma á vatnsveitingum; hvað
þarf þá einkum að atliuga, áður en byrjað er á verkinu?
6. Það er mælt fyrir skurði, sem á að liggja lárjett.
Við nr. 1. er hæðin á mælistönginni 36 þuml., við nr. 2
40 þuml. Þá er skipt um mælistöð, og verður þá hæð-
in á mælistönginni við nr. 2 44 þuml., en við nr. 3 48
þuml. Hvað á skurðurinn að vera breiður að ofan við
nr. 3., ef hann á að vera 1 fet á dýpt og 1% fet á
breidd í botninn við nr. 1?
í uppdrætti dæmdu prófdómendur eptir myndum
þeim, sem lærisveinarnir liöfðu gjört yfir námstímann.
Eptirfylgjandi tafla sýnir einkunnir þær, sem læri-
sveinar fengu við burtfararprófið.