Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 72
nœrqætnust og náJwœmust, án þess þó að gjöra fjeð kveif-
aralegt, sem varast skyldi. Hirðing og meðferð fjár
]>ehlcja nú sem sje nálega allir þeir, ’sem það eiga, en
að breyta eptir því, sem þeir þekkja, við fjeð, vantar
— hjá hvað mörgum? Það gildir um þetta atriði hið
sama, sem um svo margt annað í búskaparlífinu og líf-
inu yfir höfuð, að þetta, að vita og þekkja, og svo hitt,
að gjöra og breyta, það er eigi svo vel samfara sem
skyldi, en þegar nú hinn allraarísamasti búlífsstofn
vor, sauðfjeð, er og það hvað helzt í góðærunum sjálf-
um 1 voða, sökum þessarar sýkingar í þvi, þá ættu menn
nú almennt og eindregið að leggjast á eitt með að hlynna
að honum og bjarga, og til þess að hafa hugríkt sjer í
lagi þetta þrennt:
1. Að bæta kyn þess við timgun þess og uppeldi, til
þess að það verði bæði vænt, hraust og sem sterkbyggðast.
2. Að verja það og varna því við öllum skaðsam-
legum utanaðkomandi áhrifum, hiiða það og fara vel
með það.
3. Að lieimta eklci of mikið af því, eða meira en
það eptir eðli sínu og án þess að veiklast getur í tje
látið, enn þar til heyrir nytkun of löng, rúning of fljót
eða ótímabær, hrakningar og kvalir, af illviðrum og
bleytu, eltingum og hnjaski, sulti og seyru.
Að endingu ætla jeg að rifja upp og gefa nokkrar
almennar reglur og ráð, sem jeg ætla hverjum fjáreig-
anda nauðsynlegt að nota og fara eptir fyrir framtíðina,
til að verja fje sitt bæði bráðafárinu og ýmsum öðrum
kvillum, eða veiklun og heilsutjóni þess yfir höfuð.
1. Alstaðar þar sem fárið er landlægt (húslægt),
og margt hefur farið úr því fyrirfarandi, skyldu menn
á vorin, er fjeð skilur við húsin, gjöra ákaflegan brenni-