Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 9
5
efla framíarir landsins, sje það, að taka lán fyrir lands-
sjóð, og verja svo lánsfjenu til einhvers, sem lítil eða
engin reynsla er fyrir, t. d. til þess að koma upp iðn-
aði í iandinu, eða einhverju, sem litlu er álitlegra, þá
er þetta aunars vegar heimskuleg og skaðleg loptkast-
alasmíð, — heimskuleg og skaðleg hjátrú, og hins vegar
vantrú á það, er framfarir landsins hljóta að vera bundn-
ar við. Einkum virðist grasræktin og landbúnaðurinn,
sem á lienni hvílir, vera vantrúarefni margra, — hinir
eru færri, sem misskilja sjávarútveginn eins hraparlega
— og þó er landbúnaðurinn efalaust hið langfremsta af
öllu því, er skynsamlegar vonir um íramfarir landsins
geta verið bundnar við. Sumir framfaramennirnir eru
þannig í raun og veru uppblástursmenn; þeir treysta
að vísu framförum landsins, af því þá dreymir um þá
krapta, sem eigi eru til, og svo reisa þeir glæsilega
loptkastala, en þeir sjá eigi þá krapta, sem til eru, þeir
sjá eigi hin sönnu gæði landsins, og þess vegna van-
treysta þeir því, sem skynsamlegt er að treysta. Þeir
segja að vísu, að þeir unni framförum og elski föður-
landið, — en „hlutaðeigandi11 födurland hefur svo sára-
lítið gagn af framfaraást þessara föðurlandsvina.
Því að eins getum vjer fundið liina rjettu fram-
faraleið, að vjer látum skynsemina lýsa oss; annars
göngum vjer á glapstigu. Vaxandi skynsemi, vaxandi
þekking og dugnaður er hinn eini kraptur, er sigrað
getur uppblásturinn. Skynsemin er það vopn, sem liver
framfaravinur verður að beita, ef hann vill vinna ætl-
landi sínu nokkurt gagn; — hún er þau Bjarkamál, er
liann á að vekja þjóð sína með til baráttu gegn öllum upp-
blæstri og öllum óvinum á framfaraleiðinni; hún er sá
kraptur, er hann á að kveða inn í þjóðina, og hún er