Búnaðarrit - 01.01.1891, Side 11
7
arfarið sje lakara nú en þá, að hafísinn t. d. sje hjer
tíðari gestur nú en þá, og ekki af því, að eldgos og
sandfok sjeu tíðari og meiri nú en þá; — nei, náttúra
landsins er hin sama, hún hefur ekkert breytzt. Orsök-
in til þess, að landið er hrjóstrugra nú en í fornöld, er
því án efa sú, að íslendingar hafa nú búið þar rúm 1000
ár, og alian þennan tíma hafa þeir, eptir því sem þeir
hafa haft dugnað til, reitt landið og rúið, en bætt því
það sárlitlu aptur. Yflr höfuð að tala hefur verið far-
ið þannig að, að því er landbúnaðinn snertir, að eigi
getur hjá því farið, að landið liafi beðið nokkurt tjón af
því, — „blásið nokkuð upp“. Hefði landið verið óbyggt
nú í næstliðin 100 ár, mundi það nú að líkindum vera
nokkru grösugra og gróðurríkara en það er. Það er
óneitanlegt, að íslendingar hafa oflítið gætt þess, að
maðurinn á að vera samverkamaður náttúrunnar, að
hann á að ganga í samvinnu við hana, aðstyðja hana, og
til þess að framleiða þau gæði, er liann heimtar af
jörðinni, að hann á að vera nokkuð meira en blátt á-
fram tollheimtumaður, sem heimtar tolla og gjöld án
þess að styðja gjaldendurna á nokkurn liátt til að afla
þess. er þeir eiga að gjalda. Það er óneitanlegt, að
landið liefur nokkuð blásið upp, einmitt af því að menn-
irnir hafa fremur gjört því illt en gott. En eins og
landinu hefur nokkuð farið aptur af þessum ástæðum,
eins er það víst, að því mundi fara fram, ef menn sneru
v'ið blaðinu og færu að gjöra því meira gott en illt. —
Jeg á lijer að eins við landið sjálft, en eigi við efna-
hag landsmanna eða atvinnuvegi, því það er annað
mál og miklu yfirgripsmeira.
Það hefur annars verið rætt og ritað svo mikið
um þennan uppblástur, að það væri að bera í bakka-
fullan Iækinn, ef jeg færi nú að tala mikið um það mál