Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 58
64
liann farinn að leita uppi það, sem jeg týndi eða ljezt
týna, og fann hann það eins, þótt jeg feldi það i veggj-
arholum, í mold eða undir eínhverju rusli. Lika var
Garmur orðinn þægur að sitja kyrr, þótt jeg færi all-
langt í burtu og hann sæi mig ekki.
Jeg gat þess áður, að jeg hefði farið með Garm til
kinda, þegar hann var á þriðja mánuði, en ekki reyndi
jeg að brúka hann við þær, heldur bar jeg hann, þeg-
ar jeg sendi fjárhundinn, en reyndi að vekja at-
hygli hvolpsins sem bezt að því, hvernig hundurinn bar
sig að.
Þegar Garmur var 13—14 vikna gamall, sendi jeg
hann fyrst til kinda. Þær voru 40—50 faðma frá mjer.
Jeg sagði honum að fara fyrir þær, en þegar hann var
kominn gegnt þeim, vildi hann lilaupa í þær; þá bann-
aði jeg honum það og benti honum enn að fara fyrir
þær, og hlýddi liann því. Þegar hvolpurinn var kom-
inn fyrir kindurnar, sagði jeg honum að standa kyrrum
og gelta, og því gegndi hann. Jeg hef fáa hunda þekkt
auðsveipari en þetta, þótt vanir fjárhundar liafi verið;
en það, sem hjer rjeð, var, að hundurinn kunni að fara
eptir bendingum, og hans sterkasti vilji var að hlýða.
Vorið 1881 fór jeg frá Garði um krossmessuleitið.
Húsmóðir mín, Guðrún Þorgrímsdóttir, hafði þá gefið
mjer hvolpinn. En af því að jeg ætlaði til sjávar, sá
jeg, að jeg hafði ekkert með hund að gera, og gat eigi
hirt liann. Fór jeg því með Garm að Mýri í Bárðar-
dal og gaf Tryggva bróður mínum hann, sem þá var
þar smali. Haustið eptir var Garmur orðinn mjög vænn
fjárhundur. Þar á móti hafði Tryggvi lítið liirt um að
venja hundinn við áunað en fje. En eitt atvik, sem
kom fyrir um haustið, sýndi ljóslega, að þegar búið
er að leggja rækt yið að kenna hundum, fer að vakna