Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 20
16
skógur. Nú verður eigi aunað sagt en liann sje algjör-
lega horfinn, og með honum hefur einnig annar gróður
horfið. Fjallshlíðin er gróðurlaus með öllu, og undir-
lendið er yfir höfuð að tala eigi annað en naktir aurar,
malareyrar og malarhæðir. Það er að eins á einstöku
stað, að þar sjást mosabreiður og grasrindar. Jarðveg-
urinn ofan á mölinni hefur auðsjáanlega verið ýmist
þunnt mosalag eða laust moldarlag, og svo hefur það
allt blásið upp þegar skógurinn eyðilagðist. Norðtungu-
skógur var fyrir nokkrum tíma með fegurrí og blóm-
legri skógum hjer á landi, en á síðustu árum hefur hann
mjög eyðilagzt. Þar er og jarðveginum svo háttað, að
efst er þunnt lag af mosa og mold, og tekur svo mal-
arlag við. Þar sem skógurinn er eyðilagður, þar er ber
mölin eptir; mosahúðin blæs þegar upp, er skógurinn
er eigi lengur til þess að skýla henni og binda hana.
Ef Norðtunguskógur eyðilegst, — og nú lítur eiginlega
ekki út fyrir anuað, — þá verður það svæði allt að
gróðurlausum aurum og malarflákum.
Þannig er það sýnt, að allmikið hlýtur að hafa
eyðilagzt af graslendi við það, að skógarnlr hafa eyði-
lagzt; — landið hlýtur að hafa „blásið talsvert upi)u
við það, að skógarnir liafa liorfið. Að því leyti sem
landið er hrjóstrugra og gróðursnauðara nú en það var í
fornöld, þá hlýtur jafnvel aðalorsökin til þess að vera
sú, að skógarnir hafa eyðilagzt. Það er að vísu óneit-
anlegt, að mikið graslendi hefur eyðilagzt af eldgosum,
sandfoki og vatnagangi, en þess verður að gæta, að þótt
gróðurinn eyðileggist á einum staðnum, þá grær aptur
upp á öðrum, og það er eigi víst, hvort það er míklu
meira, sem gróðurinn hefur eyðilagzt af eldgosum, sand-
foki eða vatnagangi en hitt, sem gróið hefur upp aptur.
Þegar gróðurinn eyðilegst einhverstaðar af eldgosum,