Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 34
HO
hinu fagra í náttúrunni. Eigi lítur heldur út fyrir, að
forfeður vorir hafi staðið oss framar í þessu efni. Pað
er næstum undarlegt, liversu hið fagra í náttúrunni virð-
ist hafa haft lítii áhrif á forfeður vora, jafnmiklir and-
ans menn og þeir voru að ýmsu leyti. Pað er að eins
einstöku sinnum í fornsögum vorum og skáldskap for-
feðra vorra, að vjer verðum þess varir, að náttúran á
þó nokkuð til, sem slegið getur á einhvern streng í til-
finningum mannlegs hjarta1, t. d. þegar Gunnar á Hlíð-
arenda segir: „fögur er hliðin svá at mjer hefir hón
aldri jafnfögur sýnz, — bleikir akrar enn slegin tún —
ok mun ek ríða lieim aptr ok fara hvergi“. Jeg erviss
um það, að eptir því sem menning og menntun vex í
landinu, eptir því mun mönnum þykja meiri eptirsjá að
skógunum, einnig frá fegurðarinnar sjónarmiði. Ef vjer
t. d. kæmum að Barnafossi um hásumar, og gengjum
þar um hraunið, um hraunstallana, þar sem hinir ótal
mörgu lækir spýtast fram úr hraunberginu, og falla í
fossum niður í Hvítá, þá mundum vjer sjá þar svo
margt undurfagurt; en liversu mikill sjónarsviptir væri
það þó eigi, ef skógurinn væri allt í einu horfinn? Eða
ef vjer værum komnir í Núpstaðarskóg. — Dalurinn,
sem skógurinn er í, er luktur jöklum á alla vegu. í
austri Iyptir Öræfajökull bungunni upp til himins, svo
stórkostlega mikill, og fríður sýnum, að þeir, sem einu
sinni hafa sjeð hann, geta eigi gleymt lionum. í suðri
sjest vestri hlutinn af hinum feiknalega Skeiðarársandi,
þar sem Núpsvötnin velta fram kolmórauð og ógurleg
álits. Dalurinn, sem skógurinn er í, er nálega allur
luktur klettum, sem liggja upp að jöklunum; — og
1) í eddukvæðunum kemur petta að vísu eigi allsjaldan í'yrir,
en þau eru svo ajerstaklegs eðlis.