Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 106
102
mesta blíðviðri, þurkar og heiðríkjur dag eptir dag, en
næturfrost stundum, einkum norðanlands; má svo heita,
að þurkar þessir hjeldust stöðugt til júliloka, í ágúst
bjeldust og þurkar að miklu leyti, en með september-
byrjun brá til votviðra um land alit, einkum á Suður-
Iandi; hjeldust þau það sem eptir var sumars, og allt
haustið, nema dag og dag í bili. Veturinn var og mjög
votviðrasamur til ársloka, tíð óstöðug og umhleypinga-
söm, en snjókoma lítil og hagar góðir víðast við lok
ársins.
Grrasvöxtur og Iieyskapur. Um vorið leit vel út
með grasvöxt, en liretið í byrjun júní og þurkarnir á
eptir hnekktu grasvextinum mikið, svo að hann varð í
tæpu meðallagi á engjum og enda rýrari sumstaðar, en
tún voru víða vel sprottin. Til ágústloka nýttist hey
vel, en úr því illa; á Suðurlandi og víðar varð mikið
úti af heyjum, sem ekki náðust vegna votviðranna. Hey-
skapur varð því rýrari en ella mundi orðið liafa. Víð-
ast mun þó heyaflinn hafa orðið allt að því í meðallagi.
Giagn af líúm var sæmilegt eða vel það; að sönnu
kvörtuðu margir um, að nýmjólkin hefði verið mjög
smjörlítil, sem átti einkum rót sina að rekja til þess, að
tún voru víða of seint slegin, og töður því vaxnar úr
sjer, sem kallað er.
Sauðfjárhölcl voru góð um vorið, en lambadauði
nokkur sumstaðar; málnyta varð við vana um sumarið.
Fje var vænt til frálags að haustinu. Um haustið og
framan af vetrinum drap bráðapestin fjölda fjár víða á
landinu, einna mest á Suðurlandi og sumstaðar í Múla-
sýslunum.