Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 105
101
jafnvel meira á stöku stað; æðardúnn var í lágu verði,
um 10 kr. pd. í Reykjavik var verðið þetta í rcikn-
ing á þessum útlendum vörum í sumarkauptíðinni: riig
8 a. pd., rúgmjöl í heilsekkjum 18 kr., bankabygg 13
—14 a. pd., baunir 13 a. pd., lirísgrjón í heilsekkjum
28 kr., */4 hrisgrjón 18 a. pd., overhcadmjöl 9—11 a.
pd., kaffi 1.05—1.10 pd., expertkaffi 50 a. pd., kandis
36 a. pd., hvítasykur 32 a. pd., púðursykur 28. a. pd.,
skeifna-, nagla- og gjarðajárn 20 a. pd., galvaníserað
gjarðajárn 28 a. pd. Mót peningum var verðið minna
talsvert, einkum ef mikið var keypt í einu. í flostum
verzlunarstöðum annarstaðar mun verðið liafa verið nokk-
uð hærra.
Verzlun kaupfjelaganna mun heldur liafa aukizt en
liitt. Allmargt af hrossum fluttist til Englands um sum-
arið, og var verðið á þeim heldur betra en fyrirfarandi
ár. Fjárverzlun að haustinu var bæði mikil og góð.
Fátt fje var að visu lagt inn í verzlanir til slátrunar,
en því fleira selt til að flytjast iifandi til Englands og
Skotlands. Auk kaupfjelaganna og Slimons og Coghills,
sem keyptu fjölda fjár, keyptu og nokkrir Englending-
ar, sem Gr. Tliordahl liafði fengið liingað til fjárkaupa,
allmargt fje. Verðið var líkt og haustið áður (sjá Bún-
aðarritið III.- IV. bls. 173), en fleira fje var flutt út
en þá, og má ætla, að alls hafi verið flutt af lifandi
fje til Englands og Skotlands um 75000 að tölu.
Tíðarfar. í byrjun ársins voru víðast hagleysur
og heldur liörð veðrátta fram í miðþorra; þá gerði góða
liláku um land allt. Framan af marz harðnaði veðr-
átta aptur, en í góulok brá aptur til bata og gorði góða
tíð, som stóð til maímánaðarloka. En í júníbyrjun gerði
hret allmikið, sem stóð um vikutíma. Eptir það kom