Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 61
Um að hundbeita ekki fje.
(Eptir gamlan smalamann).
Eitt af því, sem jeg álít að lieyri til góðrar með-
ferðar á sauðfje, er að beita hundum gætilega við það.
Það háir öllum skepnum að hlaupa mikið, eða yfir liöfuð
að hafa mikla hreyfing.u, og þegar að þessu leyti er
ekki gott að láta hunda elta kindur mikið; en það bæt-
ist ýmislegt fleira við þetta; á hlaupunum verða kind-
urnar svo ákaflega móðar, að það getur veikt andar-
dráttarfærin, og hættast er við þessu, ef kindurnar eru
feitar, t. d. á haustin; af þessu leiðir, að skepnan verð-
ur öll óhraustari og veikari fyrir, til að standa á móti
hvers konar skaðlegum áhrifum. Kindur, sem mikið
hlaupa undan hundum, verða og mjög heitar og sveitt-
ar, og þegar þær svo, eins og opt á sjer stað, eru úti
í kulda og hrakviðri, þá er auðsætt, hve hætt er við
kælingu og hve mjög það getur veikt lífskrapt þeirra,
og þetta kemur einkum niður á þeirn, sem feitastar og
vænstar eru, því þær mæðast og hitna mest. Enn frem-
ur má því nærri geta, að það getur eigi verið hollt
fyrir skepnuna, að verða livað eptir annað gripin af
þeirri hræðslu og skelfingu, sem yfir hana kemur, þeg-
ar hún flýr sem fætur toga undan hundinum. Jeg er
hræddur um, að eigi lítið af vanhöldum manna á sauð-