Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 52
48
á öðru en því, sem er samkvæmt eðli þeirra, þá eyði-
leggst íslenzkt hundakyn fyr eða síðar að meiru eða
minna leyti. Mikill skaði væri þó, að íslenzkt hunda-
kyn gengi svo úr sjer, að þörf væri að fá útlenzka
hunda; því að ekki mundu þeir reynast jafnljettvígir í
fjöllum, og svo er vanalega kostnaðarmeira að halda
þá.
Á síðustu árum hefur hundarækt hnignað hjer á
landi. Eins og margir muna, tíðkaðist mikið meira að
standa yfir fje fyr á árum en nú, og yfir höfuð var
meiri alúð lögð við að hirða fje úti. En af þessu leiddi,
að optar var þörf fyrir huudana; fengu þeir því meiri
æfingu og xtrðu því betur vandir. Enn fremur björguð-
ust menn þá mikið meir við afurðir síns eigin lands,
en í sambandi við það stóð, að hundarnir fengu mest-
an hluta fæðu sinnar úr dýraríkinu.
Ef hjer á landi væri nokkuð algengt að selja og
kaupa ágætlega vanda, duglega og unga hunda fyrir
50—100 kr., þá liði eigi á löngu, þar til hundar væru
ekki fremur látnir á burtu en hestar eða kindur nema
móti allmiklu verði, og allir vildu vanda sem bezt kyn
og uppeldi á hvolpinum sínum, svo að hann næði sem
mestu verðmæti. Og eptir því, sem meira verð liggur
í hundinum, því lægri verður hundaskatturinn að tiltölu.
Hundarnir þurfa því, og eiga að vera færri en þeir eru,
en vinna þó mikið meira og haganlegar. En það, sem
fyrst getur hrundið máli þessu áleiðis, er hár hunda-
skattur. Væri skatturinn 5—10 kr. á ári, þá er verð-
mæti hundsins orðið hæfilega mikið, til þess að almennt
verði matið gildi þeirra og þeim sýnd hirða og alúð.
Með þessu móti verður því komið upp vænni fjár-
hundum, en nú á sjer stað, er skiptir afarmiklu, því að
eins og menn vita, eiga hundar ekki saman nema nafn-