Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 74
70
bundnust að öðru leyti, og miðuð við klukkustundir, en
ekki af neinu handahóíi, og eptir því fari rismál fjár-
hirðara; en þá grimm eru frost eða stormnæðingar eða
illviðri, þá geflst lítil en góð morguntugga svo snemma,
að útlátning raskist eigi að mun við það, ef annars út
verður látið. Sje lítill hluti gjafar gefinn lengri eða
skemmri tíma (*/4 eða XIB hluti málgjafar), þá sje það
regla að gefa hana á morgnana, og er þá vel við eig-
andi að gefa hey með lýsi í, sem látið hefur verið brjóta
sig í niðurteknum byngnum eða ílátinu kveldinu áður,
en það er ný en ágæt fóðurregla, sem flestir, er kost
eiga á, ættu upp að taka og viðhafa, einkum í fárpláss-
unum. Meðan fje er þannig hárað, er það nýtileg smá-
regla, er veður leyfir, að hafa húshurð þversum fyrir
dyrum meðan fjeð bíður útlátningar, svo breytingin úr
hlýindunum í kuldann mildist.
5. Þegar fje er hýst fyrst á haustin eða vetrin,
skal hreinsa það, þ. e. gefa því inn mýkjandi, hreinsandi
og leysandi fitu (lýsi, hrálýsi) og sölt (matarsalt meng-
að saltpjetri, glábersalt) allt eptir reglum þeim og fyr-
irsögnum, sem finna er í ritgjörðum þeirra Hjaltalíns,
Snorra dýralæknis, sira G-uðmundar og víðar, og ítreka
þetta svo framan af vetrinum með reglu og nákvœmni,
þannig að hver kind fái sinn vissa skammt, og að nokk-
urn veginn jafnt tímabil liði milli slíkra inngjafa. Til
þessa skyldu sem flestir hafa uppskrifaðar fyrirsagnir
hjá sjer um brúkun og aðferð með þetta.
6. Þar sem svo hagar til, að fje er alls ekki hýst
þann tíma, er bráðafárið byrjar að venju, þá skyldu
menn við lok siðustu haustgangna, er fjeð er flest eða
allt samanfengið, gjöra því þessa nefndu lireinsun, og
svo itreka það á hverjum hálfsmánaðar- eða 3 vikna-
fresti eða sjaldnar, ef menn ætluðu, að það hííta mundi.