Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 5

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 5
BÚNAÐARRIT 227 að vera úr efnum, sem nóg er til af (mó o. þvíl.), eða helst úr úrgangsefnum, sem ekkert kosta, t. d. hreinni ösku. Galdurinn er að eins, að geta farið svo með þessi efni, að þau henti til veggjagerðar. Próf. L. kannaðist fyllilega við það, er jeg talaði við hann síðar, að þessar mótbárur væru algerlega rjettmætar. Þó mjer þætti það óárennilegt að taka til máls á eftir svo skörulegum og margfróðum ræðumanni, lýsti jeg í stuttu máli hverra ráða vjer hefðum leitað á íslandi til þess að gera steinveggi hlýja, og hversu þau hefðu gef- ist. Er lesendum Búnaðarritsins kunnugt um það mál. Þá mintist jeg á, hve æskilegt væri að geta losast við innveggina í þessum tvöföldu tróðveggjum og geta steypt skjólvegginn úr mó, ösku eða þvíl., drap auk þess á endurbætur á gerð glugga og fátt annað. Sá jeg það síðar, að ýmsir góðir menn höfðu veitt ræðu minni eftir- tekt og spurðu mig nánar um ýmislegt er að þessu laut. — Dr. Hertz, læknir í Höfn, stakk upp á því að gera skjólvegginn úr deigulmó. Hefi eg áður lýst þeirri að- ferð í Skírni. Sýning mikil, á ýmsu er að heilbrigðismálum laut, var samfara fundinum, og var þar sýnt ýmislegt er snerti gerð útveggja. Sjerstaklega vöktu einskonar steinar athygli mína, sem kallaðir voru „klerlin“ steinar. Yoru það allþykkir brúnleitir steinar, og sagt að þeir væru gerðir úr mó, sagi o. fl., en blandað sementi og kalk- blöndu saman við, til þess að þeir yrðu harðari. Hvort sem þetta var svo eða ekki, þá voru steinar þessir svo harðir, að líklega hefði mátt hlaða úr þeim skjólvegg, en vatn drukku þeir í sig fullum fetum og blotnuðu þá upp. Tel jeg víst, að mótaður eða jafnvel stunginn mór hefði verið engu lakara byggingarefni, svo ekki leitst mjer allskostar á steina þessa. En jeg sá að fleirum en mjer hafði komið til hugar að móta „steina* úr mó og hlaða úr þeim skjólvegg.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.