Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 6

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 6
228 BÚNAÐARRIT Byggingar fyrir lmsnœðislausa. í Kaupmannahöfn skoðuðum við fjelagar helstu hverfin, sem bæjarstjórnin hafði bygt handa húsnæðislausu fólki. Má mikið vera ef byggingar þessar hafa ekki, allar saman, slagað hátt upp í alla Reykjavík. Mátti þar sjá ýmsar tilraunir til þess að koma upp ódýrum húsum í dýrtíðinni. Sum hverfin voru úr timbri, og ekki allskostar ólík þessum dæmalausu „pólum“ hjer í Rvík, en þeir eru ljótir bik- svartir timburskálar, sem reistir hafa verið fyrir hús- næðislausa í Rvík. Þó var bæði litur, lag o. fl. sýnu betra. Á öðrum stöðum voru húsagrindur reistar úr afar- rýrum viðum, utau á þær voru negldir trjerimlar bik- aðir og festir á bikaðan pappír. Yar svo slett kalk- og sements-blöndu utan á rimlana, svo húsið líktist stein- húsi að utan. Milli grindarviða var fylt með „klerlin- sten“, grant vírnet strengt innan þeirra og veggirnir sljettaðir svo að innan með kalkblöndu. Sumir skilrúms- veggir (úr gjallplötum) voru svo þunnir og veigalitlir, að jeg skil ekki að þeir hefðu þolað að sparkað hefði verið í þá. Jeg get trúað að hús þessi hafi orðið all-hlý, en varla hefi jeg sjeð meira hrófatildur en sumt af þessu. Þá hafa og Hafnarbúar reynt að fylla milli grindarviða með deigulmó og verja hann vatni að utan með brend- um leirhellum, en verkið við þessa veggjagerð reyndist of-dýrt. í Stokkhólmi og Kristjaníu gerðu menn útveggi á venjulegan hátt úr múrsteini og viðast með holrúmi. Annars var margt sparað og rýrara lagt í en venja er til. Gólfbitar í Áppelviken í Stokkhólmi voru t. d. 2 X8" og 1 stika milli þeirra, loftbitar l1/*X6", sperrur 2X6" og víða all-langt millibilið. Sperrurnar voru ein- faldlega negldar á bitana, líkt og tíðkast í Ameríku. En þrátt fyrir allan sparnaðinn kostaði hús með 2 góðum herbergjum niðri og eldhúsi, en 3 á lofti, 25,000 kr. Ekki er von að vel fari fyrir oss, þegar þannig gengur í timbur- og iðnaðarlandinu Svíþjóð! — Vandaðastar

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.