Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 17

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 17
BÚNAÐ ARjRlT 239 vert, ef þeir gætu fengið allan rnjölmat heima hjá sjer. Nokkurn heyskap hafði bóndi úr seli uppi í fjalli, og sýndi mjer hey þaðan. Yar það smágert og líkt íslensku heyi. Þá átti bóndi skógarteig, svo að hann ‘gat tekið húsa- timbur hjá sjálfum sjer. Slíkur bóndi þarf ekki margt til annara að sækja, svo jörðin reyndist ólíkt lífvænlegri en hún sýndist vera tilsýndar. Yíða var verið að taka upp kartöflur, er við fórum um dalinn. Fyrst var kartöflugrasið slegið og þurkað. Það var gefið svínum eða öðrum skepnum. Síðan voiu kartöflurnar plægðar upp með plógum, og moldin slegin í sundur með einskonar íshöggum, en börn og kvenfólk tíndu svo kartöflurnar í poka. Sunnar 1 Noregi sá jeg vjelar notaðar til þess að taka upp kartöflur. Gengu tveir hestar fyrir, og vannst þá verkið fljótt. Hagnýting sltinna og hiiða. Jeg hafði veitt því eftir- tekt, að nokkrir bændur, sem jeg mætti með vagna, fluttu sútaðar húðir á þeim, og spurði jeg því bónda þann, sem jeg heimsótti, hversu á því stæði. Hann kvað það venju, að bændur seldu ekki skinn sín, heldur ljetu súta þau hjá súturum í nágrenninu. Þeir notuðu þau síðan í skó sína, aktýgi o. fl. Var mjer síðar sagt, að bændur þarna kynnu nokkuð til skósmíða, og gerðu skó á vetrum úr því, sem þeir notuðu ekki sjálflr, og seldu þá. Væri sá skófatnaður nokkru ódýrari en fengist í borgunum, og þó traustur. Er hjer bersýnilega að ræða um heimilisiðnað, sem mikils mætti vænta af. Norsku bændurnir eru þarna bersýnilega iengra komnir en vjer, en það er líka hægara um vik fyrir þá en oss að fá trjábörk til sútunar. Við höfum ekki haft annað en sortu- lyngið, og það af skornum skamti. Hvítsútun á gærum o. fl. til loðfata, sagði bóndinn mjer að hefði verið al- geng fyr á sveitaheimilum, en að flestir leituðu þó nú orðið til sútaranna. Ekki sá jeg nein loðföt hjá bónda.

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.