Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 19

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 19
BIJNAÐ ARRIT 241 súrar rjómaflautir, flatbrauð og „rjómabrauð", sem líktist íslensku flatbrauði eða jólabrauði á að sjá, en var miklu ijúffengara. Súri rjóminn var ijúffengur og svarar eflaust að nokkru leyti til skyrs og rjóma hjá oss. SmíðasJcóli. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að sveitabændur þurfa að vera búhagir, en vjer höfum látið það ráðast sem verkast vill, hvort þeir læra nokkuð eða ekki neitt. Það hefir líka gengið svo, að smiða- kunnáttu hnignar lijer óðum, eins og öðrum heimilis- iðnaði, smiðjur hverfa og alt fellur í kalda kol. í Hall- ingdalnum höfðu þeir tekið það ráð, að halda smíða- námsskeið 4 mánuði í senn í hverri sveit, og með 4 ára millibili. Kennarinn flutti öll smíðatól með sjer. Yar látið af því, að þetta hefði að góðu gagni komið. Var það einkum trjesmíði sem kent var. Vel gæti jeg trúað því, að þetta gæti verið oss til fyrirmyndar, en líklega treystast engir til slíks stórræðis, nema það tækist að sníkja fje út úr landssjóði. — Og það er ekki eingöugu trjesmíði, sem hjer þyrfti að kenna. Ef bændum væri kend steinsteypa, og kennarinn væri starfi sínu vaxinn, þá myndi það stórum bæta úr bygginga-vandkvæðunum. Ouðm. Hannesson. 16

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.