Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 20

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 20
BÚMABAKRIT Kynbótastefnur og búfjársýningar. Eftir Einar Reynis. Eins og búnaðarháttum hagar hjer á landi, þá er bú- fjárræktin veigamesti þáttur landbúnaðarins. Búíjeð er notað, sem milliliður, til þess að breyta þeim afrakstri landsins, er ekki er seljanlegur í miklum mæli — heyi og grasi — í afurðir, sem útgengilegar eru á heims- markaðinum. Búfjeð er því sjóður, er bóndinn leggur fje sitt í. Og það er augljóst, að á miklu stendur hvernig sá sjóður er, hvort hann ávaxtar fjeð vel eða illa og gefur mikinn arð eða lítinn. Pyrir löngu er mönnum orðið ijóst, að búfjeð reynist mjög misjafnt í þessu efni. Afurðir af dýrum sömu teg- undar eru eigi að eins mismiklar, heldur líka misgóðar. þót.t þau hafi við öll sömu skilyrði að búa. Þau reynast mismunandi afurða-hæfileikum gædd, og eru fædd með misjöfnu eðli í þessum efnum. Bygt á þessari reynslu hafa menn því í öllum þeim löndum, þar sem búfjárrækt er stunduð með dugnaðl og forsjá, hafið umbótatilraunir eða kynbætur á búfjenu. Og árangurinn af þessu hefir allvíðast orðið hinn ákjósanlegasti. Menn hafa fengið fram einstaklinga, kyn- stofna og kyn, er gefa með líkum tilkostnaði miklu meiri afurðir og betri en upprunalegi stofninn.

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.