Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 28

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 28
250 BÚNAÐARRIT dýrum. En auk þess styrkir hið opinbera einnig að því á annan hátt sumstaðar erlendis, að góð karldýr sjeu höfð og haldin til kynbóta. í Noregi leggur þannig bæði ríkissjóður og amtssjóðir fje fram til kaupa á kynbóta- hestum, er numið getur alt að 2/3 af verði hestsins. Verðlaun, sem veitt eru, geta verið tvenns konar: 1. Verðlaun greidd með peningum. 2. Verðlaunagripir. Það hefir þótt gefast vel, og er mikið notað í Eng- landi, að veita bestu dýrunum, sem sýnd eru á stærri sýningum, heiðursverðlaun. Heiðursverðlaun þessi eru sinhver vandaður smíðisgripur, t. d. bikar úr silfri eða eitthvað annað, sem er hvorttveggja í senn bæði verð- mætt og snoturt. Til þess að slíkir verðlaunagripir verði fullkomin eign, verður sama dýrið að hljóta þá þrjú ár í röð á samskonar sýningu. Sumir verðmætustu grip- irnir vinnast aldrei til eignar. Þeim, sem slík heiðurs- verðlaun hljóta, þykir meira í þau varið, en þótt pen- ingaverðlaunin væri tvöfölduð. Á Englandi eru flestir heiðursverðlaunagripir gefnir af einstökum mönnum, stórbændum eða öðrum þeim, er sjerstakan áhuga hafa fyrir búfjárrækt þar í landi. Vilja ekki einhverjir hjer á landi fara að dœmi Breta í fessu efni? Á flestum þeim búfjársýningum er haldnar hafa verið hjer á landi að þessu, hefir útbúningur sýningarstaðanna verið næsta lítill og ófullkominn. Þegar best gerist, þá kann að vera rekið niður eitthvað af staurum og hæl- um til að festa dýrin við, og er þetta allur sú útbún- ingur, sem um er að ræða. Við þessa staura og hæla eru sýningardýrin svo bundin, eða hver eigandi heldur í sín dýr, og svo mun all-oft vera að dýranna sje gætt á þann hátt. Hve fjarri því fer, að þetta sje aðlaðandi, þarf ekkí að rökstyðja, því flestir þeir, er á búfjársýn-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.