Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 35

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 35
BÚNAÐAKRIT Útveggir íbúðarhúsa. Framfarir og afturfarir. Það eru nú ekki liðin nema rúm 6 ár síðan jeg skrifaði ritgerð í Búnaðarritið (1913) um „Hlý og raka- laus steinhús". Jeg færði þar nokkur rök að því, að eini vegurinn til þess að fá stein- og steypuhús hiý og rakalaus væri, að svo stöddu, allþykt tróðlag úr mó- mylsnu eða þvíl., að heppilegast mundi að gera tvö- falda steypuveggi, svo þunna sem tiltækilegt væri, með viðu tróðholi á milli, sem fylt væri með mómylsnu, vikri eða öðru handbæru tróði. Ytri veggina vildi jeg láta gera úr sterkri og vandaðri steypu (1:3: 5), og ekki þykkri en 6" (en með styrkum stoðum, þar sem ástæða væri til), gera þá fyrst og hlaða síðan 4" þykka innveggi, er reynslan hefði sýnt (í stórrigningum), að ytri veggirnir væru alstaðar vatnsheldir, en fylla tróð- holið síðast1). Þykt eða vídd tróðholsins vildi jeg gera að minsta kosti 6", en alt upp í 14", eftir því hvert tróðið væri og hve mikilla hlýinda væri krafist. Síðan hefir þessi veggjagerð rutt sjer til rúms í sveitum, og reynst vel. Jóh. Fr. Kristjánsson, bygginga- ráðunautur, hefir átt góðan þátt í því- Hann hefir bygt 011 sveitahús, sem hann hefir haft umsjón með, með tvöföldum tróðveggjum (nema eitt). Fyrsti maðurinn, 1) Um þykt veggjanna fór jeg að nokkru cftir ráðum Rögnv. heit. ÓlafsBonar. Hann taldi áhættu að gora þá þynnri vegna þess, hve erfitt væri að fá vorkið vandað.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.