Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 44

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 44
264 BÚNAÐARRIT senda rjómann til þeirra, í stað þess að strokka hann heima og seija svo smjörið þeim, er best byði. Leiddi þessi óánægja til þess, að margir hættu við að senda rjómann til búanna, enda urðu sum þeirra þá að hætta á miðju sumri. Búm urðu nauðug viljug að draga saman seglin. Við það, að margir fjelagar þeirra drógu sig 1 hlje, hlaut reksturskostnaðurinn að verða meiri á hvert kílógram smjörs hjá þeim, er reyndust tryggir, og hjeldu áfram að senda sinn rjóma. Báru þeir því minna úr býtum en hinir, er verkuðu smjörið heima, og seldu það „Pjetri og Páli“ fyrir hæsta veið. Það hefir þannig ekki verið „ein bára stök“ hjá smjör- búunum síðustu árin. Erfiðleikarnir að halda þeim á floti hafa steðjað að úr öllum áttum. Það er eins og alt hafi hjáipast að til þess að veikja þau og — fella. í Búnaðarritinu1) hefir áður verið skýrt frá starfsemi smjörbúanna fram að árinu 1916. En siðan hefir saga þeirra verið sifeld barátta við allskonar erfiðleika, og af- leiðingin er afturför og basl. Hefir þegar verið skýrt stuttlega frá þessari baráttu hjer á undan. — En þá er að minnast stuttlega á árangur starfseminnar eða smjör- framleiðsluna þessi seinustu ár. Árið 1916 starfa 20 smjörbú. Búið er þá til af smjöri á búunum nálægt 100 þús. kg. Þar af er flutt út um 75000 lcg. Þetta útflutta smjör skiftist á búin, svo sem skýrslan hjer á eftir greinir: Nöfn búanna. Smj ör kg. Fjclagar talsins. Starfgiimi vikur. 1. Apár 1800 12 8 2. Aslækjar 2800 30 12 3. Baugstaða 7850 72 15 4. Birtingaholts . . , 2425 23 10 1) Sjá Búnaðarritið 26. árg. 1912, og 31. árg. 1917.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.