Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 49
BÚNAÐA.RRIT
269
hvað þessi áðurnefndu bú snertir og tvö eða þrjú önnur,
bygðar á upplýsingum frá 1916 og 1917, með því að
jeg hefi eigi fengið skýrslur frá þeim siðan.
Um aðrar skuldir hjá búunum, en eftirstöðvar af
Viðlagasjóðslánum, er mjer ekki kunnugt. Þó býst jeg
við, að Rauðalækjarbúið skuldi auk þess eitthvað, sem
stafar af því, að það árið 1913 endurbygði smjörskálann
og keypti þá ný áhöld, og varð þá að taka nýtt lán,
um 3600 kr., til þess að standast þann kostnað. Jeg
geri rað fyrir að sjálfsögðu, að einhver hluti af þessu
láni sje ógreiddur. Ef til vill eru það eitt eða tvö bú önnur,
af þeim sem skýrslan nefnir, er skulda eitthvað, auk eftir-
stöðvannaaf Viðlagasjóðsláninu, en fráleittnemurþað miklu.
Annars skal það hjer tekið fram, að upplýsingarnar
um skulda-eftirstöðvar búanna við Viðlagasjóð, eru til-
færðar eftir skýrslu frá rikisfjehirði.
Getið skal þess einnig um Landmannábícið, að það
hefir borgað upp skuld sína við Viðlagasjóð.
Um búin, sem lögð hafa verið niður, er það að segja,
að þau eiga mörg, meira og minna ógreitt af lánum
þeim, er þau tóku á sínum tíma í Viðlagasjóði.
Eftir skýrslu ríkisfjehirðis var ógreitt af þessum lám um undir lok ársins 1919, það sem hjer segir: Lá,n upp- .Eftir8t<>oT»r í liaflega. á-slok 1919.
1. Apár 2000 kr. 533 kr.
2. Brautarholts 2000 — 393 —
3. Dalamanna 2400 — 419 —
4. Eyhildarholts 700 — 135 —
6. Fnjóskdæla 2000 — 500 —
6. „Fram“ 2000 — 933 —
7. Kálfár 2000 — 400 —
8. Kerlækjar 2000 — 400 —
9. Laxár 2000 — 852 —
10. Laxárbakka 2000 — 800 —
11. Ljósvetninga 2000 — 933 —
12. Reykdæla 1500 — 400 —
13. Þverár 2000 — 298 —