Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 50

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 50
270 BÚNAÐAKRIT Borgað hafa upp Yiðlagasjóðslán sín, þessi niðurlögðu smjöibú: Fossvalla, Geirsár, Gufár, Hjalla, Kjósarmanna, Möðru- valla og Vatnsdæla. Hjer að framan hefir nú verið skýrt stuttlega frá starfsemi smjörbúanna undanfarin ár, 1916—1919. Ber þessi skýrsla eða frásögn það með sjer, að búin hafa átt. erfitt uppdráttar þessi árin. Enda bera þau þess menjar llest, og sum þeirra hafa orðið að hætta og „bregða búi“. En það er víðar en hjer „pottur brotinn" í þessu efni> Smjör- og mjólkurbúa fjelagsskapurinn heflr átt í ströngu að stríða viðar en hjer ófriðarárin. — í flestum löndum Notðurálfunnar, þar sem þessum fjelagsskap er ella til að dreifa, hefir hann eða starfsemi hans gengið, ef svo mætti að orði kveða, á trjefótunum. Danmörk er, eins og mörgum mun kunnugt, eitt mesta og besta mjólkur- og smjörbúa landið í álfunni. Fyrír striðið fluttu Danir út, yfir 100 miljón kg. af smjöri, og mest af því fór til Englands. Og danskt smjör þótti betra en nokkurt annað smjör, er selt var á enska markaðinum. Var það haft að orðtaki, að smjör frá Danmörku væri „besta smjörið undir sólinni". Samkvæmt skýrslum Dana, var mjólkurframleiðsla þeirra sem hjer segir: Árið 1914 ......... 3500 mjljón kg. — 1916 3000 — — — 1918 .......... 2000 — — Meðal-kýrnytin í Danmörku var talin að vera: Árið 1914 um 2800 kg. — 1916 — 2600 — — 1917 — 2400 — — 1918 — 2000 —

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.