Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 52

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 52
272 BÚNAÐARRIT verðið sje íyrst um sinn rúmar 6 kr. kílóið. Er það hærra verð en aðrir hafa fengið, er sent hafa smjör þangað, síðan ófriðnum lauk. — En þeir, sem telja má, að best þekki til enska smjörmarkaðarins álita, að ef verslunin með smjör í Englandi væri gerð frjáls að öllu leyti, mundi verðið á dönsku smjöri komast upp í 8 kr. kílóið. Svíar seldu og mikið af smjöri til Englands fyrir ófriðinn, en síðustu árin 2 hefir alveg tekið fyrir það. Einnig var flutt mikið af smjöri til Englands, bæði frá Rússlandi (Síberíu) og Finnlandi, áður en ófriðurinn hófst. En öll smjörgerð til útflutnings í þeim löndum hefir svo að segja engin veríð ófriðarárin. En nú eru þessar þjóðir að vakna í þessu efni, og smjörbúin þar að taka til starfa á ný. Svipaða sögu hafa ýms önnur ríki í Norðurálfunni að segja, svo sem Þýskaland, Frakkland, Austurríki o. s. frv. En alstaðar þar, er smjörbúa-starfsemi að reisa sig við aftur, með nýjum þrótti. Og hvarvetna stefna bændur að því, að framleiða sem mest að unt er. Um framtíð smjórbúanna hjer á landi skal engu spáð. Allir spádómar eru meir og minna óábyggilegir. Menn spá vanalega því, er þeir vilja helst að eigi sjer stað. En hvað sem þessu líður, þá er hitt víst, að sjaldan eða aldrei heflr verið jafn erfltt að spá í eyðurnar eða fram í tímann, sem einmitt nú. Alt er á hverfanda hveli. Horfurnar ísjárverðar og útlitið lítið eða ekkert betra en í ófriðnum. Enda sifeldar óeirðir og ófriður einhversstaðar í heiminum, þótt „friður" sje kominn á að nafninu. En þegar um smjörbúin er að ræða, og tilveru þeirra, þá er það auðsætt, að ef þau eyðileggjast eða hverfa alveg úr sögunni, verða brátt að engu umbætur þær í smjörgerð, er starfsemi þeirra hefir haft í för með sjer

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.