Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 56

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 56
276 BÚNAÐARRIT eins eða fleiri, í hvorri sýslu. En erfitt haía buin átt uppdráttar í þessum blómlegu hjéruðum. — Búið „Fram- tíðin“ í Skagafirði er eina smjörbúið á Norðurlandi, sem enn er starfandi. Það hefir að mörgu leyti góða að- stöðu til að halda áfram að starfa, þó að það „lægi niðri“ síðastliðið sumar. Þessum athugasemdnm mínum um það, að byggja starfsemi smjörbúanna á kúnum eingöngu, mun verða svarað á þá leið, að kúabúin sjeu víðast hvar ekki stærri en það, að þau geri lítið betur en smjörfæða heimilin. Þetta er að minsta kosti vanasvarið, er tilrætt hefir orðið um þetta mál. En svarið er ekki fullnægjandi. — Ef ekkert feitmeti er notað til viðbits annað en smjörið úr kúamjólkinni, þá er ósköp líklegt, að ekki veiti af því handa fólkinu. En nú er því ekki að heilsa, enda mundi það ekki þykja búmannslegt, að nota dýrasta feitmetið til viðbits eingöngu, en farga hinu. Sannleik- urinn er einnig sá, að nálega á hverju ári, er selt eitt- hvað af smjöri irá flestum heimilum í þeim sveitum, þar sem kúarækt er nokkur, kýrnar þetta 5—8 eða fieiri á heimili, nema ungbörn sjeu mörg, eða einhver „úáran“ í heyskapnum eða kúnum eigi sjer si.að. En þá er hinu haldið fram, að í raun og veru sje rjóminn samt sem áður svo litill, að elclri tahi að senda hann í smjörhirið, enda oftast auðvelt að selja þetta litla sem safnast kann af smjöri á einstökum heimilum, innanlands. Þetta síðasttalda er að vísu rjett, en hitt ekki. — Það hefir verið miög auðvelt að selja smjör nú að undanförnu. Meir að segia hefir það borið við, að sagt er, að smjöikaupamenn hafi sótt smjörkaupin svo fast, að þeir hafi farið inn í búr til húsfreyjanna, og jafnvel hjálpað þeim til að taka af strokknum. Hitt er eftir að vita, hvort þessi smjör-eftirspurn helst framvegis. Smjörbúin eru að mínu áliti nokkurn veginn jafn- nauðsynleg, hvort sem smjörið er selt innanlands eða

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.