Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 58

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 58
278 BÚNAÐARRIT bændur margir í þeim sveitum breyttu til um búskap sinn. Þeir seldu kýrnar, og tóku að stunda aðrar greinir búnaöarins. — En langflest búin hjeldu áfram að starfa eftir sem áður. í Noregi er töluvert af því smjöri, sem búiS er til á smjðrbúunum, selt þar innanlands, í bæina og kaup- staSina. Sama er aS segja um flest eSa öll önnur lönd, þar sem smjðrgerS er rekin á samvinnu- eSa samlags- búum. Meira og minna af smjörinu frá búunum er selt heima. En þá er aS víkja aS þeirri mótbáru, ab málnytan og rjóminn sje svo lítill, síSan almenningur hætti aS færa frá, aS ekki taki því a& senda hann í smjörbúiS. Jeg hefl áSur bent á þaS1), aS víSa erlendis eru smjör- bú (rjómabú), þar sem bændur, stórir og smáir, senda rjómann til búanna. Þar er þó ekki fráfærum til aS dreifa. Þar er aS eins um rjómann úr kúamjólkinni aS ræSa. Og menn þykjast gó&u bættir, aS geta átt kost á því, aS „vera me5“ í þeim fjelagsskap, jafnvel þó ekkí sje nema um sárfáar kýr aS tala. Smábændur meS 2—3 kýr, senda sinn rjóma eigi síSur en stórbændurnir, sem eiga 50—100 kýr og fleiri. Mörg smjörbúin í Amerílcu — Bandaríkjunum og Kan- ada — eru rjómabú. Mjólkin skilin heima, og rjóminn sendur til búsins. Sum þessi smjörbú starfa aS eins aS sumrinu, eins og hjer. Rjóminn er oft ekki fluttur til búanna nema tvisvar eSa þrisvar sinnum í viku. BæSi er þaS, aS hann er oft svo lítill, aS ekki tekur aS flytja hann daglega, og auk þess oft langt aS flytja. Rjóminn er þannig dreginn saman, og kældur í vatni eSa ís. Geymist hann þá óskemdur. 1) Sjá Búnaðarritið 31. árg. 1917, bla. 176—177, og Prey XIII. árg. 1916, bla. 110—112.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.