Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 61

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 61
BÚNAÐ ARRIT 281 Árið 1912 . . . . vættir. 1914 . . . . — — 1915 .... — — 1916 .... . . . . 2178029 — — 1917 .... . . . . 1806516 — — 1918 . . . , . . . . 1614625 — Sjest af þessari töflu, að innflutnÍDgurinn af smjöri hefir síðan 1912 minkað alt að f’/», eða um meira en helming. Seinustu árin tvö, hefir ekkert verið flutt af smjöri til Englands frá Rússlandi (Síberíu) og Svíþjóð, lítið frá Danmörku, móts við það, sem áður var, og eins frá Frakklandi og Hollandi. — Fyrir ófriðinn var tiltölu- iega mest af smjörinu, er til Englands kom, frá Dan- mörku, eða um 40—45%. En 1918 nam það að eins 5—6%. Hins vegar hefir innflutningur smjörs til Englands aukist frá Bandaríkjunum, Argentínu og Kanada. En sú aukning er hverfandi, í samanburði við það smjör, er kemur þarna til frádráttar. Yerði það nú ofan á, sem gert er ráð fyrir, og talið enda víst, að innflutningur af smjöri til Englands vaxi á næstu árum, og verði svipaður og áður, þá má óhætt vona það, að unt verði eftirleiðis, að selja smjör hjeðan þangað, jafnvel strax á næsta sumri. — En þá er nauð- synlegt fyrir smjörbúin, og einkum „Smjörbúa-samband Suðurlands", að setja sig sem fyrst í samband við þekta smjörkaupmenn í Englandi um sölu á smjöri hjeðan. Ættu búin, eða Sambandið, að leita aðstoðar Búnaðar- fjelags íslands, eða landsstjórnarinnar, í þessu efni, ef þess virtist þörf. Vænti jeg nú þess, að þeir sem smjörbúunum eru hlyntir, láti þetta mál til sín taka. Hjer verður að hefj- ast handa, og það fyr en seinna, ef vel á að fara. Áfram með smjörið, góðir hálsar! Sigurður Sigurðsson.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.