Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 65

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 65
BÚNAÐARRIT 285 Á Rangárvöllum átti Guðmundur Þorbjarnarson, Hofl, hrútinn með fyrstu verðlaun, og keypti hann af bárð- dælska fjenu í Odda. — í Hvolhreppi átti Sæmundur Oddsson, Garðsauka, hrútinn er fjekk fyrstu verðlaun, og er hann líka frá Odda. — Sigurður Einarsson, Sáms- stöðum, átti hrútinn í Fijótshlíðinni, og var hann keyptur frá Tungufelli í Hreppum. — Þorbjörn Þorvaldsson í Núpakoti átti hrútinn undir Fjöllunum, og hafði keypt hann frá Þorláki Jónssyni á Kirkjuferju í Ölfusi; en hann á þingeyskt fje. — í Hvammshreppi átti Magnús Finn- bogason í Reynisdal, 1; Páll Ólafsson, Heiði, 1; Guð- mundur Guðmundsson, Yík, 1; Einar bóndi í Kerlingar- dal, 1; og Jón, bóndi í Hvammi, 1. — Voru þessir hrútar flestir af Dalakyninu. En hrútur Einars var frá Lárusi Helgasyni á Klaustri. Jeg hefl svo oftlega, bæði í ræðu og riti, skýrt tilgang þessara sýninga, að jeg fæ mig ekki til að fjölyrða um það að þessu sinni. En þar sem þetta var mín síðasta ferð um þetta svæði í þessum erindum, finn jeg mjer skylt að senda öllum þeim, er vel hafa tekið undir mál mitt og erindi, mína þökk og kveðju. 15. nóv. 1919. Jón H. Þorbergsson,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.