Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 4

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 4
242 BÚNAÐARKIT eignir þess um lok þess árs. Reikningurinn var þegar yfirskoðaður, og höfðu yfirskoðunarmenn engar athuga- semdir gert við hann. Eignir félagsins um árslok 1916' voru kr. 80148,23, en um árslok 1915 höfðu þær verið- kr. 78268,91. Eignaauki á árinu var kr. 1879,32. Að- vísu fóru gjöldin 1916 dálítið fram yfir áætlun, því að' dýrtiðin kom að nokkru fram við búnaðarfélagið eins og aðra, en tekjurnar fóru líka að mun fram yfir áætlun,. svo að eignaauki varð ekki minni en til var ætlast og þó rúmlega það. Þá var gefin skýrsla sú, sem lög félagsins mæla fyrir um, um störf félagsins. Fer sú skýrsla hér á eftir. Jarðrœldarfijrirtœki, sem félagið hafði afskifti af árið sem leið, voru þessi: Miklavatnsmýraráveitan. Til hennar greiddr félagið á árinu kr. 2380,05. fað var síðasta afborgun at þeim 6000 kr. styrk, sem félagið hafði heitið til hennar í öndverðu. Endurbót sú á því verki, sem getið var um í ársfundarskýrslunni í fyrra að til stæði, var framkvæmd að mestu í fyrra, eftir forsögn Jóns landsverkfræðings Þorlákssonar. Búist er við, að þar muni mega veita á. í vor. Til annara vatnsveitinga var veittur 962 kr. styrkur, nálægt fimtungi kostnaðar við þær. Það voru 172 kr. til Hraunshólmastíflu í Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu, 100 kr. til áveitu á Hriflu og í Holtakoti í sömu sýslu, 530 og 160 kr. til áveitu á Efri og Syðri Steins- mýri í Yestur-Skaftafellssýslu. Til varnar við vatnságangi voru veittar 300kr. Það var styrkur til stíflugerðar í Landeyjum (Fiflholtsfljót). Til undirbúnings áveitutilrauna voru greiddar kr. 439,40, þar af á Hólum í Hjaltadal kr. 349,40 og á Miklavatnsmýri 90 kr. Siðar hefir verið samið við Guðmund bónda Bárðarson í Bæ í Hrútaflrði um áveitu- tilraunir þar. Um áveitutiiraunina í Miðey 1916 er nú komin skýrsla.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.