Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 38

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 38
276 BÚNAÐARRIT en ekki þótti gerlegt aö hækka meðgjöf stúlknanna sjálfra fram yfir það, sem auglýst hafði verið. Svo fór og nokk- urt fé til endurnýjunar á innanstokksmunum, sem ekki varð frestað. — Utanfararstyrkurinn fór 500 kr. fram yfir áætlun, enda var þar um nokkur óvenjuleg útgjöld að ræða, svo sem aðalfundarskýrslan sýnir. Að mestu leyti vanst umframgreiðsla þessi upp með afgangi á öðrum liðum, og þykir oss ekki þörf á að skýra hér frá því nánar, því að auðgengið er að því með því að bera saman á- ætlanir og reikninga. Óskum vér samþykkis búnaðar- þingsins til umframgreiðslnanna. — Þess skal getið, að bæði árin fóru tekjurnar að mun fram yfir áætlun, eink- um tekjurnar af gróðrarstöðinni, svo að tekjuafgangur var fyrra árið kr. 2129.16, en seinna árið kr. 1879.32, eða alls á ' 2 ára tímabilinu kr. 4008.48, en mátti minstur vera 2086 kr. eftir lögum félagsins, eins og þeim hefir verið beitt (o: félagatillög og ágóði af keyptum bankavaxtabréfum). En sá eignaauki er helzt til lítill, ef félagseignin á ekki að íýrna í raun og veru, þegar gætt er fyrningar á húsum og þeirrar byrðar, sem fé- lagið bindur sér til langframa við fjölgun félaga — jafnvel þótt ekki sé tekið tillit til verðfalls peninga. Er því full þörf meiri viðauka, þegar færi gefst og tekjurnar fara yfir áætlun. Um framkvæmd á ályktunum búnaðarþings 1915 skal þess hér getið, að erindi Guðmundar Hliðdals um náms- skeið í rafmagnsfrœði (sjá Búnaðarrit 1915, bls. 303), Gísla Guðmundssonar um gerlarannsóhiir (s. st., bls 309), dr. Guðmundar Finnbogasonar um vinnuvísindi (s. st., bls. 317 og 318) og ályktun búnaðarþings um áveitu- sérfrœðing í þjónustu landsins (s. st., bls. 317) var beint til alþingis. Frumvarpið um mœling tíma og matjurta- garða var borið fram á alþingi af þingmönnum og varð að lögum, þó með talsverðum breytingum. Ályktun bún- aðarþings um bímaðarslnjrslugerð (s. st., bls. 314—315) var beint til Hagstofunnar. Um frœrœJd af íslenzJcum

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.