Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 41

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 41
BÚNAÐARRIT 279 félaga — samkvæmt útnefningu sýslunefnda. Þessir menn koma þá árlega á nærri því hvert býli í flestum sveitum, og vér búumst við, að þeir sé yfirleitt vel til þess fallnir að safna skýrslum þeim, sem hér er um að ræða, þar sem þeir t. d. eru vel fallnir til að mæla lönd býlanna og það af þeim, sem er komið í rækt, lýsa jarðvegi o. s. frv. En nú var um hrið í sumar nokkur óvissa um það, hvort á alþingi yrði veittur hinn venjulegi styrkur til bún- aðarfélaganna næstu árin, 1916 og 1917, og þá jafnframt vafi á þvi, hvort búnaðarfélögin mundu láta mæla jarðabætur sínar þau árin; en svo fór, að styrkurinn var veittur síðara árið með at- hugasemd, sem ætla má að verði til þess, að jarðabótamælingin fari fram bæði árin. En til frekari fullvissu um það, að búnaðarsamböndin mundu ekki skorast undan því, að taka að sér skýrslusöfnunina, ef þess væri leitað, áttum vér að áliðnum alþingistímanum fund með þeim formönnum búnaðarsambandanna, sem vér náðum til. Höfð- um vér á þeim iundi eða i sambandi við hann tal af formönnum Ræktunarfélags Norðurlands og búnaðarsambanda Yestfjarða, Suðurlands, Kjalarnesþings og Borgarfjarðar, og lýstu þeir yfir þvi, að þeir féllust á, að samböndin tæki að sér skýrslugerðina, ef þess væri leitað. Sama sagði fyrir sitt leyti Þórarinn alþingis- maður BenediktssoD, sem er i stjórn Búnaðarsambands Austur- iands. Eina búnaðarsambandið, sem vér höfum ekki náð til, er Búnaðarsamband Dala og Snæfellsness. En ekki kemur oss til hugar, að það mundi skerast úr leik. Ráðum vér því til, að bún- aðarsamböndunum sé falið að safna skýrslum þeim, sem hér er um að ræða, hverju á BÍnu félagssvæði. Yora má, að einstaka sveitir kunni að vera utan sambandanna, og kunnugt er oss um, að svo hefir verið um Bæjarhrepp í Strandasýslu, sem hefir ekki verið í Búnaðarsambandi Vestfjarða, þótt hann sé á þvi svæði, sem því er ætlað að ná yfir, né neinu öðru búnaðarsambandi. En þar sem svo er ástatt, ætlum vér að formenn sambandanna muni þó geta fengið búnaðarfélög þeirra sveita, eða þá einstaka menn þar, er þeir treysta, til að útvega skýrslurnar. En þetta mun óviða vera. Þingsályktunin óskar skýrslna um „smábýli þau á landinu, sem ekki teljast jarðir eða hjáleigur". Af nefndaráliti i neðri deild 1914, þingskjali 270, ráðum vér, að ekki sé heldur átt við þurra- búðir, þó að þær hafi dálítinn ræktaðan blett, og sé því hér átt

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.