Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 45

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 45
BÚNAÐARRIT 283 búnaðarþingi í sumar, en vildum að eins vekja máls á þessu, að búnaðarþingið taki það til umhugsunar. Ef fult -samkomulag yrði um breytinguna, og hún yrði samþykt með atkvæðum allra fulltrúanna, sem á búnaðarþingi sitja, gæti hún orðið að lögum þá þegar, því að ekki teljum vér með henni gerða breytingu á búnaðarþingi, svo að hún þurfi að koma til atkvæða aðalfundar, þar sem hún er ekki annað en það, sem félagslögin sjálf ætlast til að komist geti á án lagabreytingar. Verði breyting þessi gerð, halda þó að sjálfsögðu allir þeir fulltrúar og varafulltrúar sæti sínu, sem þegar eru kosnir, en stjórnarnefndin ákvæði, hver búnaðarsamböndin kjósa fulltrúa í fyrsta sinn eftir breytinguna, með hliðsjón af því, að ekkert búnaðarsamband þurfi að verða án þess, ef kostur er, að eiga fulltrúa af sínu félagssvæði á bún- aðarþingi 1919. Ef enginn þeirra fulltrúa, sem nú eru, fatlast frá, þá verður hægt að koma því við. Kornforðabúramálið. Það hefir ekki til þessa verið til meðferðar á búnaðarþingi. En síðan heimiluð voru fyrst á fjárlögum lán til kornforðabúra eftir tillögum búnaðar- félagsins, hefir á flestum ársfundum og aðalfundum þess verið minst á, hvað gerst hefði í því máli, og svo var komið, að í allmörgum hreppum var búið að gera samþyktir um kornforðabúr eða kornforðatryggingu, áður en ófriðurinn hófst, en síðan hefir árað illa til fram- kvæmda í því máli, þó að þörfin sé hin sama eða meiri. Nú heflr landsstjórnin, vegna ófriðarins, tekið að sér að nokkru leyti umsjón yfir kornaðdráttum til landsins, og vér ætlum, að einnig eftir að ófriðinum lýkur þurfi þau afskifti að halda áfram að nokkru leyti, þannig að séð verði fyrir því, að á hverju hausti verði til, a. m. k. al- staðar þar á landinu, sem hafís getur tept samgöngur, nægur forði í kauptúnunum til bjargar mönnum og skepn- um í harðindaárum. En þó að það verði gert, verður fyrir því full þörf á kornforðabúrum eða öðrum fóður- bætisforðabúrum í þeim sveitum, sem langar eða erfiðar

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.