Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 55

Búnaðarrit - 01.10.1917, Side 55
BÚNAÐARRIT 293 til, að minka Búnaðarritið til þess að vinna á þann hátt upp þessa verðhækkun. TJm útgáfu framhaldsins af Jarð- yrkjubókinni getur ekki verið að tala, meðan svo stendur. Gjaldlið 6. a, til ýmisiegra ræktunarfyrirtækja, áætlum vér 5400 kr. fyrra árið og 4400 kr. siðara árið, iikt og síðast. — í bréfi stjórnarnefndarinnar til stjórnarráðsins dags. 18. des. f. á. hafði verið gert ráð fyrir því, að verja mætti af þessum lið svo sem 800 kr. hvort árið til viðauka við tillag búnaðarsambandanna yngri, ef ástæða þætti til, eftir framkvæmdum þeirra. Hugsuðum vér oss, að þá yrði meðal annars tekið tiilit til þess, hvort sýslunefndirnar sýna áhuga á að styðja sambönd- in með því að veita þeim fjárstyrk nokkurn, og bjugg- umst vér við, að þetta mundi hvetja til þess. Hvort fé verður til þessa, er ekki unt að fullyrða fyrirfram, enda getur vel verið, að ef einhver annar gjaldliður verður hækkaður á búnaðarþingi, verði að draga af þessum. Yér höfum slept gjaidlið 6. k á síðustu áætlunum, til skógræktarfélags Reykjavíkur 200 kr., ekki af því, að vér viljum leggja til að sá styrkur falli niður, heldur viijum vér að stjórnarnefndin geti í hvert sinn ákveðið, hvort styrkinn skuli veita, og þá hve mikinn, eftir fram- kvæmdum félagsins, og sé þá styrkurinn greiddur af gjaldlið 6. a. Til styrks af þessum gjaldlið teljum vér eiga að ganga fyrir öðrum þær jarðabætur, sem jafnframt eru tilraunir, lagaðar til að leysa úr vafaspurningum, sem þörf er á að fá svarað. Gjaldliður 6. b, til gróðrarstöðvarinnar, hefir ekki hrokk- ið til undanfarin ár. Yér hækkum hann þó ekki nema um 100 kr., því að vér búumst við að styrkurinn til sumra sýnistöðvanna falli niður, þegar þessu ári lýkur. Gjaldlið 7., til búfjárræktar, er gert ráð fyrir í bréfinu til stjórnarráðsins 18. des. f. á. að ekki megi áætla minna en 10000 kr., þó að þar í teljist ekki kaup aðstoðar- manna. Árið sem leið varð þessi liður á reikningnum

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.