Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 76

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 76
314 BÚNAÐARRIT G. Frá búfjárræktnrnefud. Um snnðfjármörk. Engar reglur eða löggild ákvæði munu vera til hér um sauðfjármörk. Getur hver tekið upp og látið prenta í skrá mark eftir eigin hugþótta, og enginn er óhultur fyrir þvi, að mark lians sé tekið upp af öðrum í næsta héraði og notað þar. Petla leiðir oft til misdráttar og vanskila á fé. í sumum héruðum mun vera áhugi fyrir því, að koma á sýslumörkum og sveita; en alment er það enn ekki um landið. Slík mörk má hafa á hægra eyra; eins mætti hafa heimilismark á vinstra, t. d. yflrmark og annan jaðar eyr- ans, en þá hinn jaðarinn til aðgreiningar á heimilinu, ef þurfa þætti. Regluleysið og þar af leiðandi skortur á trygging fyrir rétti til einkanola marks er svo tilfinnanlegt, að við það má eigi una. Er því lillaga nefndarinnar: Búnaðarþingið skorar á alþingi að setja lög um sauðfjár- mörk. Sýslunefndum sé þar lieimilað að gera löggiUar sam- þyktir um mörk héraða, sveita og heimila, og setlar reglur fyrir upptöku fjármarka alment. 7. Frá sölnnefnd. Háinnrksverð á sveitnvöru o. fl. Nefndin heíir tekið til athugunar tillögu aðalfundar um hámarksverð á sveitavöru og erindi Búnaðarsambands Vestfjarða um sama efni. Telur nefndin að búnaðarþingið geti bezt orðið við þess- um málaleitunum með því að samþykkja tillögu þá, er fram verður borin og samin er í samráði við dýrtíðarnefnd fiskiþingsins. Eins og tillagan ber með sér, er ætlast til þess, að i nefndinni, sem farið er fram á að skipuð verði, séu tveir landbúnaðarmenn, vel kunnugir framleiðslu sveitavöru, og tveir sjávarmcnn, vel kunnugir útgerðum og fiskveiðum, en hagstofustjórinn oddamaður. Með nefndarskipuninni ætti að vera fengin trygging fyrir því, að breytingar á framleiðslukostnaði innlendra vöru- tegunda yrðu teknar fyllilega til greina, er hámarksverð á þeim er ákveðið. En það er einmitt það, sem mest heflr

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.