Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 80

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 80
318 BÚNAÐARRIT Ætlast nefndin til þess, að þeir, sem innllutningsins óska, greiði verð fjárins og fóður, en að eins kostnaður við sótt- varnir verði greiddur úr landssjóði. Telur nefndin það mjög æskilegt og mikið nauðsynjamál, að sem fyrst geti fengist lausn á því, að hverju gagni það mætti koma, að flylja hingað hráðþroska erlent holdafé, til þess að koma hér upp vænum kynblendingslömbum til slátrunar, og gengur út frá því sem vísu, að félagsstjórnin i samræmi við samþyklir búnaðarþings veiti styrk í því skyni, eftir því sem þörf krefur og getan leyflr. Af ástæðum, sem greindar eru hér að framan, leyfir nefndin sér að bera fram eftirfarandi tillögu: Búnaðarþingið felur félagsstjórninni að skora á lands- stjórnina að leyfa innflutning á sauðfé til blöndunartilrauna til framleiðslu sláturlamba, undir eftirliti og með ráði dýra- lækna, og jafnframt að landssjóður beri þann kostnað, er sóttkviunin hefir í för með sér. 10. l'rá búfjárræktarnefnd. Uni ormaveiki. Tillaga: Búnaðarþingið felur félagsstjórninni að hlutast lil um það, að dýralæknarnir rannsaki til hlítar, hvcr aðferð mundi heppilegust til þess að hreinsa orma úr lömbum á iiaústin og verjast garnaormaveiki í fé. 11. JPrá jarðræktarnefnd. Um verkfœri. Nefndinni hefir verið falið að athuga tillögu aðalfundar um að búnaðarþingið taki til íhugunar, hvort ekki inegi á einhvern hátt bæta úr hinum tilfinnanlega skorti lands- manna á hentugum og fljótvirkum jarðyrkjuverkfærum. Flutningsmaður tiilögu þessarar hafði hreyft því, að reynt yrði hér að nota mótoraflið við plægingu og herfingu. Var það upplýst á fundinum, að stjórn húnaðarfélagsins liafði tekið það mál til athugunar og leitað upplýsinga hjá verk- smiðjum í Ameríku um dráttarvélar. Ilafa bréf félagsstjórn- arinnar um þetta mál verið afhent nefndinni til atliugunar; svar við þeim er enn ókomið. Nefndin lítur svo á, að hér sé um afarmikilsvert nauð-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.