Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 84

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 84
322 BÚNAÐARRIT a ð greiða fyrir útbreiðslu peirra verkfæra, sem vel reyn- ast, og kenna mönnum að nota þau, og nyti félagið til þess aðstoðar búnaðarsambandanna. Til þess að veruleg framkvæmd verði á þessum atriðum, er óhjákvæmilegt að auka þá starfskrafta, sem félagið nú ræður yfir. Verður því tillaga nefndarinnar: að fenginn verði, svo fljótt sem ástæður leyfa, sérstakur maður í þjónustu félagsins til þess að liafa þennan starfa á hendi, sem heflr þekkingu og reynslu i jarð- rækt, ber skyn á verkfæri og liefir verklega æfingu i jarðræktarvinnu liér á landi. En jafnframt vill nefndin benda á eitt, sem verða mætti að nokkru liði í þessu máli, án verulegs sérstaks fjárfram- lags, og það er, að stjórn félagsins fylgi framvegis þeirri reglu, að gera liverjum þeim, sem félagið veitir utanfarar- styrk, að skyldu að hafa vakandi auga á því, að kynna sér eftir föngum verkfæri og verkfæranotkun, þar sem þeir dvelja eða fara um, og gefa félagsstjórninni upplýsingu um það, sem þeim þykir einhvers um vert af þessu tagi. T2. Frá búfjárræktarneí'iid. Uni styrk til sauðfjárkynbótalnis. Nefndin hefir fengið til athugunar og umsagnar erindi hr. Jóns H. Þorbergssonar fjárræktarmanns um styrk til að stofna slíkt bú á Bessastöðum í Gullbringusýslu. Jafn- framt liefir nefndin átt kost á að ræða þetta mál við hann (en að öðru leyti átti hann eigi þátt í meðferð þess í nefndinni). Hugmynd hans er að kaupa úrvalskindur frá þeim stöð- um á landinu, þar sem liann álítur að bezta stofna sé að fá, gera tilraunir með þá og fullkomna eftirsóknarverða eiginleika þeirra, koma i þá kynfestu, til að geta síðan selt hrúta til kynbóta. Jafnframt vill liann geta gefið ungum mönnum kost á að læra góða fjárrækt. Og verði leyiður innflutningur erlends sauðfjár, vill J. II. P. gera tilraunir með blöndun af því til sláturlambaframleiðslu, og einníg hreinrækta það. Nefndin lítur svo á, að sauðfjárræktarbú á þessum stað mundi naumast geta liaft fulla þýðing fyrir alt landið. Pykja líkur til að þess nyti einkum sunnanlands og vestan.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.