Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 12
6
BUNAÐARRIT
III. Reiðskapur.
Hjer birtist álit dómnefndar um reiðskap, er sýndur
var á búsáhaldasýningunni í Rvík 1921.
Það helsta, sem sýnt var af þessum hlutum var:
hnakkar, kliftöskur, aktýgi, klifberar, reiðingur, gjarðir,
reipi og sænskar þrúgur á hesta. Fiestir þessir hlutir
voru vel gerðir, en misjafnlega hentugir til notkunar.
Verður hjer að eins lýst þeim hlutunum, sem vjer
teljum góða í sinni röð og því hentuga almanningi.
1. Kiiftaska úr skinni, sýnd af Halldóri Hall-
dórssyni, Akureyri, virt af sýnanda á 300 kr.
— Ivlifsöðullinn of-gleiður fram og fjalirnar of-
beinar. Töskurnar vel lagaðar. Allur frágangur
snirtilegur. Yerðið virðist mjög hátt.
2. HnaJckur, með öllu tilheyrandi, sýndur af Bene-
dikt Einarssyni, Akureyri. — Hnakkurinn er
jafn hár fram og aftur og jafD breiður, en fram-
boginn of-þröngur og afturboginn of-gleiður. Allur
hnakkurinn of-mjór, til þess að burðarflötur dín-
unnar sje nægilegur.
3. Klifberi úr járni, með lás1), sýndur af Jóni Jóna-
t anssy n i, Akureyri. — Klifberinn virðist sitja vel á
hesti, en er þungur, lásinn góður. — Dæmd II. viðurk.
4. Klifberi úr trje, með samskonar lás og áður er
getið, sýndur af Stefáni Stefánssyni, Akur-
eyri. — Klifberinn virðist sitja vel á hesti, lásinn
all-góður. — Dæmdist II. viðurkenning.
5. Klifberi úr trje, láslaus, sýndur af Jóni Jóns-
syni, Bessastöðum, N.-Múlasýslu. — Klifberinn vel
smíðaður, fer all-vel á hesti. — Dæmdist III. viðurk.
6. Klifberi úr trje, með lás, sýndur af Guttormi
Pálssyni, Ketilsstöðum, N.-Múlasýslu. — Klif-
1) Þannig gerður að hægt er að hleypa niður Idifjunum.