Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 16
10
BÚNAÐARRIT
urnar voru reyndar á Pasteurs-hitunarstöð Mjólkurfje-
lags Reykjavíkur, undir umsjón A. Christensen's og
nefndar þeirrar, er skipuð var af Búnaðarfjelagi íslands
til þess að meta gildi mjólkurvinslu-áhalda á sýning-
unni.
Reynslu-tilraununum var hagað þannig, að nýmjólkin
var skilin á ýmsu hitastigi og skilvindurnar stiltar á
þann hátt, að rjóminn var fyrst hafður all-þykkur, en
svo var rjómamagnið aukið, til þess að komast að raun
um á hvern hátt feitin næðist best úr mjólkinni, og
á hvaða stigi skiivindurnar væru fljótvirkastar, með tii-
liti til hitastigs og rjómaþykkni. Loks voru skilvind-
urnar stiltar þannig, að rjómamagnið væri sem næst
14°/« og hitastigið um 35° Celsius, því hvorutveggja
reyndist hentugast eftir tilraununum að dæma; auk
þess er nýmjólkin venjulegast skilin á þessu hitastigi, og
rjómaþykknin i handskilvindum höfð frá 13—15°/o.
Peitimagnið í undanrennu frá hverri skilvindutegund var
kannað efnafræðislega, og sýnir taflan á bls. 15 feiti-
magnið 1 undanrennunni við loka-tilraun hverrar skil-
vindu.
Eftir tilraunirnar var dæmt um efnisgæði og styrk-
leik skilvindanna, og tekið tillit til þess, hvernig gerðin
var og hversu auðvelt væri að hreinsa þær. Aðallega
var um fjórar gerðir að ræða: hið keilulagaða inni-
lukta skálakerfi, sem fyrst var notað í „Alfa-T.aval “
skilvindurnar sænsku; hringþynnukerfið innilukta, sem
á síðari árum hefir verið notað í skilvindur, til þess að
dreifa mjólkinni i þunn lög, jafnóðum og hún er skilin,
líkt og á sjer stað um verkanir skálakerfisins. Þriðja
gerðin er svonefndur jafnvægisbolli, sem t. d. lengi
heflr verið notaður í „Alexandra" skilvindunni dönsku.
Fjórða kerfið er hið svonefnda sogpelakerfi, sem notað
er í „Sharples" skilvinduna amerísku.