Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 77
búnaðarrit
Btímanns-raunir.
Eftir beiöni og áskorun hr. búnaðar-ráðunauts Theo-
dórs Arnbjarnarsonar frá Stóra-Ósi, birti jeg hjer nokkur
atriði áhrærandi ættar- og afurðasögu kinda minna, og
gef honum til leyfis að láta prenta grein þessa í bún-
aðarblöðum landsins, ef honum þóknast.
Vorið 1896 brá móðir mín, Signý Hallgrímsdóttir, búi,
og fluttist frá Litladalskoti í Tungusveit í Skagafirði,
vestur að Mársstöðum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Með
sjer flutti hún nokkrar ær, og munu þær hafa verið
valdar af skárstu ám hennar. Ær þessar voru í kven-
legg ættaðar af fjárkyni Ólafs bónda Guðmundssonar í
Litladalskoti, og var hann tengdafaðir móður minnar.
Fje Ólafs var beitarþolið hörkufje. Jeg man vel eftir fje
þessu, enda þekti hverja á með nafni. — Eru nú rúm
30 ár siðan jeg var því samtíða. Það var fiemur stórt
og sívalvaxið, bakholdagott með stuttan hrokkinn tog-
lagð, fremur háfætt og höfuðstórt, flest bláleitt eða svar-
dropótt í andliti. — Á seinni búskaparárum móður minn-
ar, eftir að hún varð ekkja, keypti hún 2 lambhrúia af
nágrönnum sínum, þeim Jóhanni Jóhannssyni, bónda á
Lýtingsstöðum, og Pjetri Pjeturssyni, bónda í Teigakoti.
Jóhann var þá talinn að eiga það lang-fallegasta og
vænsta fje í Tungusveit, og er mjer fje hans mjög
Diinnísstætt. Það var stórt og gjöifulegt holdafje, harð-
gert og beitarþolið, enda lagði eigandi þess mikla áherslu
á áð það bjargaði sjer sem mest á útigangi, en þess