Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 42
36
BÚNAÐARRIT
Tildrög þess, að þúfnabaninn kom hingað til landsins
eru þessi:
Sumarið 1920 fór jeg utan, að tilhlutun Búnaðar-
fjelagsins, og átti jeg að kynna mjer alt, sem að bún-
aði lyti, og líklegast væri að gagni gæti komið hjer á
landi. — í Svíþjóð sá jeg við tilraunastöð mýraræktar-
fjelagsins sænska, á Flahult við Jönköbing, þúfnabanann
í fyrsta sinni. Yjelin var eigi að vinnu, en hafði verið
reynd þar um sumarið, og sá jeg land það, sem unnið
hafði verið, sem að nokkru var smáþýfð mýri, og gam-
alt tún, sem var orðið nokkuð þýft, Yinnsla jarðvegsins
leit út fyrir að vera góð, og sjerstaklega veitti jeg því
eftirtekt, hve grasrótin i túnblettinum lá ofan á, og út-
lit var fyrir að það myndi fljótt gróa, og að hægt myndi
vera að vinna á íslenska þýflnu með vjelinni, þó stærra
væri en hið sænska. Eftir þetta leitaði jeg mjer allra
þeirra upplýsinga, sem kostur var á, viðvíkjandi þúfna-
bananum. í Svíþjóð var eigi um auðugan garð að gresj-
i þeim efnum, því fyrstu vjelarnar höfðu verið reyndar
þar um sumarið. Á einum stað sá jeg unnið með vjel-
inni, en það var í nánd við Christianstad á Skáni.
Eftir það var jeg í engum vafa um, að vjel þessi myndi
nothæf hjer á landi, og yrði að komast hingað sem fyrst.
í Kaupmannahöfn hitti jeg Magnús Guðmundsson
fjármálaráðherra, og sagði honum frá þúfnabananum,
og leitaði álits hans um, hver ráð myndu til þess, að
koma honum hingað til lands. Hvatti hann mig til þess
að leita samninga við hina sænsku umboðsmenn þýsku
verksmiðjunnar, A. B. Hugo Haitig í Stokkhólmi; taldi
þá meiri tryggingu fyrir því, að vjelin kæmist hingað
næsta sumar, en ef samið væri við þýsku verlcsmiðj-
una; en til íslands þyrfti þúfnabaninn að komast næsta
sumar. Enginn timi var heldur til að ferðast til Þýska-
Iands, því í Höfn lágu fyrir mjer skeyti frá stjórn Bún-
aðarfjelagsins um að koma sem fyrst, heim. Fór jeg því
aítur til Svíþjóðar, fann A. B. Hugo Hartig, og við kom-